Fyrir áhugasama erum við núna líka komin með Instagram síðu undir: 

www.instagram.com/hindisvikhorses

insta

Nú fer að styttast í fyrstu folöldin og tilhlökkunin orðin mikil. Við eigum einmitt von á fyrsta folaldinu undan Fönix og Grímu (á myndinni hér að ofan) fljótlega, en fyrstu afkvæmin undan Fönix eru væntanleg í sumar. Hann verður aftur í hryssum á Svalbarði sumarið 2021 og eins verður snillingurinn Nökkvi frá Syðra-Skörðugili í hólfi á Svalbarði. Ég mun skrifa um það á næstu dögum.
Ég er aðeins að taka heimasíðuna í gegn sem mun örugglega taka nokkra daga og þá sérstaklega að gera hana snjallsímavænni =)