Sumarið 2021 munu þeir Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Fönix frá Flugumýri vera í hólfi hjá okkur á Svalbarði.

Þeir fara í hólf um leið og beit leyfir (hefur oftast verið um miðjan júní). En það er líka ekkert mál að bæta inn á þá síðar.


nokkvi

Nökkvi er eini hesturinn sem hefur unnið B-flokk á landsmóti og fengið síðan 9 fyrir skeið í kynbótadómi.  Við getum líka vottað að hann er einnig geðprúður og frábær reiðhestur. Það má lesa meira um þennan mikla höfðingja með því að smella hér.
Tollurinn undir Nökkva er 85.000 + vsk.


nokkvi

Fönix er stór jarphjálmskjóttur á fjórða vetur. Hann var aðeins gerður reiðfær síðastliðið haust og reyndist vera mjög ljúfur og sýnir allan gang með spennandi hreyfingum.  Meira má lesa um Fönix með því að smella hér.
Tollurinn undir Fönix er 30.000 + vsk