Sumarið 2021 munu þeir Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Hörður frá Hindisvík vera í hólfi hjá okkur á Svalbarði.


nokkvi

Nökkvi er eini hesturinn sem hefur unnið B-flokk á landsmóti og fengið síðan 9 fyrir skeið í kynbótadómi.  Við getum líka vottað að hann er einnig geðprúður og frábær reiðhestur. Það má lesa meira um þennan mikla höfðingja með því að smella hér.
Tollurinn undir Nökkva er 80.000 + vsk.


hordur9

Hreyfingafallegur, taugasterkur, alhliðahestur. Léttbyggður og vel gerður. Undan Aðli frá Nýjabæ og Kleópötru frá Kirkjubæ sem er undan hinni einu sönnu Rauðhettu frá Kirkjubæ og Otri frá Sauðárkróki.  Meira má lesa um Hörð með því að smella hér.
Tollurinn undir Hörð er 45.000 + vsk