IS1997286110
Litur: Brún/svört
F: Otur frá Sauðárkróki (8,37)
FF: Hervar frá Sauðárkróki (8,27)
FM: Hrafnkatla frá Sauðárkróki (8,54)
M: Rauðhetta frá Kirkjubæ (8,81)
MF: Þáttur frá Kirkjubæ (8,16)
MM: Brana frá Kirkjubæ (8,06)
MMF: Glóblesi 700 frá Hindisvík (8,00)
Kleópatra kom til okkar sumarið 2016, þá orðin 19 vetra, og fór beint undir síðasta hreinræktaða stóðhestinn af Hindisvíkurstofninum, Glæsir frá Hindisvík.
Kleópatra er mikill hagaljómi, bæði stingandi fríð og hefur mikla útgeislun.
Áður hafði Kleópatra verið kynbótahryssa í Kirkjubæ.
Móður Kleópötru, Rauðhettu frá Kirkjubæ, þarf varla að kynna fyrir hestamönnum (setti heimsmet sem hæst dæmda kynbótahross í heimi sem stóð í mörg ár með aðaleinkunn upp á 8,81, þar af 9,23 fyrir hæfileika. Þar af: 10 fyrir tölt, 9,5 fyrir skeið, höfuð og háls/herðar/bóga, 9 fyrir brokk, vilja og fegurð í reið.), en hún er undan dóttur Glóblesa 700 frá Hindisvík.
Úr þessari blöndu: Hindisvík (Glóblesi 700) + Kirkjubær komu margir þekktir gæðingar eins og til dæmis Seifur, Sóti og dóttursonur hans, Strákur, en þessir þrír hestar komust allir í úrslit á Evrópumótum. Meira má lesa um það í þessari grein (undir Glóblesi).
Afkvæmi Kleópötru í Hindisvík: | |||
Ár | Nafn | Faðir | Litur |
2017 | Glóblesi | Glæsir frá Hindisvík | Rauður, tvístjörnóttur |
2018 | Tígull | Glæsir frá Hindisvík | Rauður, tvístjörnóttur |
2019 | Hörður | Aðall frá Nýjabæ | Dökkjarpur |
Sumarið 2021 fór Kleópatra undir Nökkva frá Syðra-Skörðugili. |
Sumar 2019
Sumar 2016
Kleópatra og Tígull, sumarið 2018