grima3 1

IS2004225146

Litur: Bleikálótt, hjálmskjótt

F: Engill frá Refsstöðum
FF: Hróður frá Refsstöðum (8,39)
FM: Busla frá Refsstöðum

M: Sokka frá Brandsstöðum
MF: Trítill frá Hjaltastöðum
MM: Gamla-Sokka frá Brandsstöðum


Gríma er fædd Ómari Runólfssyni og kom veturgömul í uppeldi til okkar. Málin þróuðust síðan þannig að við keyptum Grímu og er hún því uppalin og tamin af okkur. Hún er bleikálótt hjálmskjótt (slettuskjótt) með hvítan blett í tagli og sebrarendur á fótum. Gríma er algjör draumur sem reiðhross, mjúk og skemmtileg. Hún hefur allan gang, gott geðslag, mikinn fótaburð og flottan lit.

 Afkvæmi Grímu    
 Ár Nafn Faðir Litur
 2010  Skíma  Skuggi frá Dynjanda  Brúntvístjörnótt
 2012  Janus Ari  Strákur frá Vatnsleysu  Rauðhjálmskjóttur
 2013  Dáð  Strákur frá Vatnsleysu  Brúnhjálmskjótt
 2015  Spes  Strákur frá Vatnsleysu  Brúnhjálmskjótt
 2016  Heiðrún  Strákur frá Vatnsleysu  Rauðhjálmskjótt
 2017  Helmingur  Strákur frá Vatnsleysu  Rauðhjálmskjóttur
 2018  Vængur  Strákur frá Vatnsleysu  Brúnhjálmskjóttur
 2019  Máttur  Strákur frá Vatnsleysu  Rauðhjálmskjóttur
 2020  Hjálmur  Strákur frá Vatnsleysu  Bleikhjálmskjóttur
 Sumarið 2020 fór Gríma undir Fönix frá Flugumýri.

glenna322020 © Kolbrún Grétarsdóttir
grimaGríma og Dáð (2013) grimaGríma og Janus Ari (2012)
grimaGríma á fimmta vetur grimaGríma á fimmta vetur grimaGríma á fimmta vetur
grima4 vetra
grima2011 grima2012
grimaGríma sem folald