IS2017155960
Litur: Rauður, hálfblesóttur, nösóttur
F: Glæsir frá Hindisvík
FF: Hjörtur frá Hindisvík
FM: Litla-Jörp frá Hindisvík
M: Kleópatra frá Kirkjubæ
MF: Otur frá Sauðárkróki (8,37)
MM: Rauðhetta frá Kirkjubæ (8,81)
MMMF: Glóblesi 700 frá Hindisvík
Glóblesi er fæddur sumarið 2017. Hann er undan Glæsir frá Hindisvík og Kleópötru frá Kirkjubæ. Þessi blanda (Hindisvík x Kirkjubær) kom mjög vel út hér áður fyrr þegar Glóblesi 700 var notaður í Kirkjubæ. Þaðan komu margir þekktir gæðingar eins og t.d. Seifur, Sóti og Strákur, en þessir þrír hestar komust allir í úrslit á Evrópumótum.
Kleópatra er undan Rauðhettu frá Kirkubæ (9,23 fyrir hæfileika), sem er undan Brönu, Glóblesadóttur. Þaðan kemur líka tenging tilbaka í gamla stofninn.
Glóblesi er nefndur eftir afkvæmahestinum Glóblesa 700 frá Hindisvík sem er að finna fjórum sinnum í ættartré hans.
Glóblesi er líklega sá núlifandi stóðhestur sem hefur mest hindisvíkurblóð í sínu ættartré, en faðir hans var síðasti stóðhesturinn sem var hreinræktaður af gamla stofninum.