gylfaginning24

IS2000286061

Litur: Jörp

F: Logi frá Skarði (8.40)
FF: Hrafn frá Holtsmúla (8,56)
FM: Remba frá Vindheimum

M: Gyðja frá Hólabaki
MF: Safír frá Viðvík (8,35)
MM: Lýsa frá Hólabaki

 



Gylfaginning hlaut nafnið sitt vegna þess að móðir hennar, Gyðja frá Hólabaki, fékk 100 punkta í tölti (sem jafngildir sirka 8,5 í íþróttaeinkun) og var með hæstu einkun inn á Landsmótið 2000, sem var haldið um mánuði seinna. Viku fyrir landsmót kastar Gyðja síðan jörpu merfolaldi, öllum að óvörum (Gylfaginning var slysafyl). Knapi Gyðju á þessum tíma var Gylfi Gunnarsson og af þeim ástæðum lá við að nefna hryssuna Gylfaginningu.

Heiða kynntist Gylfaginningu þegar hún var að vinna í Oddhól sumarið 2007. Hún féll strax fyrir henni og fór í hestakaup við Didda.

Gylfaginning var alhliða hryssa með gott og rúmt tölt, ágætt brokk og mikið skeið, en við áttum aldrei við það. Dúndurmjúk og alveg frábært reiðhross.

Árið 2008 keppti Heiða á henni með ágætis árangri. Hæst fékk hún 8,36 í unglingaflokki og þær stöllur kepptu líka á LM08, en hryssan var eitthvað slöpp þar og gekk sýningin ekki eins og til stóð. Þetta sumar var Gylfaginningu svo haldið undir sigurvegara þessa landsmóts, Aris frá Akureyri, og kastaði hún jörpu merfolaldi (Gyðju), sumarið eftir.

Þegar Heiða fór í skóla í Reykjavík þurfti hún því miður að láta þessa vinkonu sína og tók það aðeins í mál vegna þess að hún átti til undan henni hryssu. Gylfaginning gleður nú nýjan eiganda í Sviss og hefur verið keppt á henni úti. Meðal annars í fimmgangi unglinga á þýska meistaramótinu. Hún er nú komin í folaldseign.

gydja20Gylfaginning með Gyðju, 2009.gylfaginning23Gylfaginning með Gyðju, 2009.

gylfaginning24Heiða og Gylfaginning á Ístölti Austurlands 2008gylfaginning25Heiða og Gylfaginning á Ístölti Austurlands 2008
gylfaginning28Heiða og Gylfaginning á Ístölti Austurlands 2008

gylfaginning27Heiða og Gylfaginning á Ístölti Austurlands 2008gylfaginning29Heiða og Gylfaginning á Ístölti Austurlands 2008

gylfaginning0Gylfaginning á Ístölti Austurlands 2008

gylfaginning9Gylfaginning á Ístölti Austurlands 2008

gylfaginning12Gylfaginning og Heiða, vor 2008gylfaginning13Gylfaginning og Heiða, vor 2008gylfaginning15Gylfaginning og Heiða, vor 2008
gylfaginning16Gylfaginning og Heiða, vor 2008gylfaginning17Gylfaginning og Heiða, vor 2008gylfaginning18Gylfaginning og Heiða, vor 2008

gylfaginning19Gylfaginning og Heiða, vor 2008gylfaginning20Gylfaginning og Heiða, vor 2008gylfaginning21Gylfaginning og Heiða, vor 2008  

gylfaginning1Sumar 2007gylfaginning2Sumar 2007
gylfaginning3Sumar 2007