IS1995277390
Litur: Móálótt
F: Kópur frá Mykjunesi (8,18)
FF: Flosi frá Brunnum (8,24)
FM: Kolla frá Gerðum
M: Raun frá Flatey 1
MF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)
MM: Mön frá Flatey 1
Musku keyptum við þegar hún var á 4.vetur og í tamningu hjá okkur. Hanný keppti á Musku með góðum árgangri. Var oft í úrslitum í A-flokk og komst m.a. inn á Landsmót fyrir hestamannafélagið Hornfirðing (í A-flokk). Ístölt voru einnig hennar sterka hlið. Við seldum Musku árið 2005, en keyptum hana aftur ári seinna, eða 2006. Heiða keppti á henni árið 2007 og vann t.d. unglingaflokkinn á henni, þó hún gat aðeins notað eina hendi, þar sem hin var brotin og í gifsi. Þær fóru einnig saman á Ístölt Austurlands og voru einu sæti frá úrslitum. Muska var efst inn á Fjórðungsmótið 2007 í A-flokk fyrir hönd Hornfirðings. Heiða, þá 16 ára, keppti þar í sinni fyrstu A-flokks keppni og gekk það vel. Muska var seld til Sviss sumarið 2007 og fór út fylfull við Gaum frá Auðsholtshjáleigu. Hefði ekki verið leiðilegt að eiga það folald og fleiri undan henni! en hún skilur hjá okkur eftir sig hana Gargandi-Snilld, sem komin er í ræktun hjá okkur.
Muska er af gamla Hornfirska kyninu, en í gegn um faðir hennar, Kóp má finna Flosa frá Brunnum (FF), Ófeig frá Hvanneyri (FFF), Sleipnir frá Miðfelli (FFMF) og svo er Ófeigur frá Flugumýri FMF, en hann hefur einnig í sér Hornfirskt blóð. Móðir musku, Raun, er undan Ófeig frá Hvanneyri og Mön frá Flatey, en Mön er einnig móðir Þjálfa, Skós og Fífils frá Flatey og hlaut hún 1.verðlaun fyrir afkvæmi. Þar segir: "Synir Manar 3926 eru þrekmiklir og vörpulegir á velli, með allan gang, sem rennur fram af mýkt og flýti."
Afkvæmi Musku úr okkar ræktun: | |||
Ár | Nafn | Faðir | Litur |
2002 | Blökk | Tígur frá Álfhólum | Svört |
2006 | Gargandi-Snilld | Kolskeggur frá Oddhóli | Móálótt |
Muska og Heiða - Ístölt Austurlands
Muska og Hanný á vetrarleikum Hornfirðings, 1.sæti
Muska and Heiða - Ístölt Austurlands
Muska og Heiða á vetrarmóti í Hornfirðingi, þar sem þær uppskáru 1 sæti í unglingaflokk og Heiða með aðra hendi í gifsi
Muska og Heiða á vetrarmóti í Hornfirðingi, þar sem þær uppskáru 1 sæti í unglingaflokk og Heiða með aðra hendi í gifsi
Muska með dóttur sína, Gargandi-Snilld