grima3 1

IS2008157517

Litur: Jarpur

F: Aðall frá Nýjabæ (8,64)
FF: Adam frá Meðalfelli (8,24)
FM: Furða frá Nýjabæ (8,06)

M: Lára frá Syðra-Skörðugili (8,35)
MF: Glampi frá Vatnsleysu (8,35)
MM: Klara frá Syðra-Skörðugili

 

 


 

Hæð á herðar: 150 cm (stangarmál)
Nökkvi er einn mesti gæðingur landsins. Hann sigraði B-flokk á Landsmótinu á Hólum 2016 og var annar í B-flokki á LM í Reykjavík 2018. 

Hann hefur fengið í kynb´ótadómum 9,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og 9 fyrir háls/herðar/b´óga, bak og lend, hófa, skeið, stökk, vilja og geðslag.  Í hæsta dómi sínum 2019 hlaut hann 8,66 í aðaleinkunn og fékk þar 9 fyrir skeið. Enginn annar hestur hefur bæði unnið B-flokk á Landsmóti og fengið seinna 9 fyrir skeið í kynbótadómi.  Þess má geta að Nökkvi hefur fimm sinnum hlotið 9,5 fyrir brokk í kynbótadómi.

Nökkvi er af sterkum Hornfirskum ættum, t.d. er Nökkvi 260 frá Hólmi 18 sinnum í hans ættartölu. 

Við eignuðumst Nökkva haustið 2020. 


 

Sumarið 2023

Nökkvi verður í hólfi á Svalbarði, Vatnsnesi í sumar 2023. Verð fyrir fengna hryssu er 80.000 kr. + vsk.
Upplýsingar veitir Hanný eða Tobbi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 845-3832.

 


 


Nökkvi og Jakob Svavar 2017


Kynbótasýning 2014 - þarna var Nökkvi 6 vetra


 

 


 Afkvæmi 

Hér ætla ég að setja inn myndasafn með afkvæmum Nökkva. Þetta er enn í vinnslu. Ef þið eigið afkvæmi væri gaman að sjá myndir.