Tenging okkar við Hindisvíkurstofninn er mjög sterk þar sem Tobbi á ættir sínar að rekja til Hindisvíkur.

Það var afabróðir hans, séra Sigurður Norland, sem hélt áfram ræktun á stofninum sem hófst um 1873. Eftir fráfall séra Sigurðar (1971) tóku faðir Tobba, Agnar Norland og bróðir hans, Sverrir Norland, við hrossunum og síðar voru það Tobbi og Agnar sem héldu áfram skipulagðri stofnrækt í Hindisvík þangað til 1995, og voru með allt að 40 hryssur í hreinræktuninni.

Eftir snjóveturinn 95 var erfitt að fjarstýra ræktuninni frá Reykjavík og var því stærstur hluti stofnsins seldur út til Þýskalands þar sem náðist frábær árangur með framræktun þeirra (um það má meðal annars lesa með því að smella hér).

Nokkrum hryssum var þó haldið eftir og ræktuninni haldið áfram í smáum stíl.


Hér að neðan má sjá upptalningu á núlifandi ræktunargripum og ungviði sem gæti komið inn seinna.

Hindisvíkur-genabankinn

 Hryssur:

Hetja frá Mið-Kárastöðum - Hetja er eitt mest hreinræktaða og skyldleikaræktaða núlifandi Hindisvíkurhrossið, en hún er hreinræktuð aftur til 1880 og ekki eitt einasta aðkomuhross í hennar ættartré. Hún er undan Glæsi frá Hindisvík og Hrund, sem er undan Hlöðvi frá Hindisvík.

Til að taka dæmi um skyldleikaræktunina (sjá mynd neðar) sem Hetja kemur af má nefna að Glæsir er undan Hirti sem er einnig undan Hlöðvi (eins og Móðir Hetju). Móðir Hlöðvis, Ör, er alsystir móður Hjartar (Fjöður frá Hindisvík) (og Hlöðvir er faðir Hjartar).

Svo eru MM og FM Hetju einnig alsystur.

Glóblesi 700 kemur alls 5 sinnum fyrir í ættartré Hetju.

MYND

Mynd til útskýringar á skyldleikaræktinni sem Hetja kemur af. Sömu litir standa fyrir alsystkin eða sama hestinn.

Þess má geta að þó að Hetja sé svona mikið skyldleikaræktuð ber hún engin einkenni úrkynjunnar. Hún er stór, geðgóð og mjög fríð.

Hetja er hágeng klárhryssa sem er nú komin í folaldseign.

hetja23hetja17-18hetja17-15

 Hetja


 

 Yngri-Rauðka frá Hindisvík - er hreinræktaður Hindisvíkingur aftur til ársins 1880.

Hún er undan Hirti Hlöðvissyni og Hlöðvisdóttur.

Rauðka er hágeng klárhryssa með frábærar grunngangtegundir og sérlega gott afturfótaskref.
Einstaklega skemmtilegur persónuleiki

f17-raudka2yraudka1yraudka2

Yngri-Rauðka


 Gló frá Ásbjarnarstöðum - fædd 2017

Er nánast hreinræktuð frá Hindisvík. Faðir hennar er Glæsir frá Hindisvík og móðir hennar er undan alsystur Glæsirs. 

Gló var auðtamin og allur gangur opinn með fallegum hreyfingum. Hún hefur mikið sjálfstraust og skemmtilegan persónuleika.

glo6glo8

Gló


 

Tryppi í uppvexti:

 

Hildur frá Hindisvík - fædd 2018.

Er undan Aðli frá Nýjabæ (ekki af Hindisvíkurættum) og Hetju frá Mið-Kárastöðum (hreinræktuð). Þetta gerir hana 50% Hindisvíkurættaða.

Hildur sýnir allan gang og sérstaklega skemmtilegan persónuleika.

fjodur


Hilda frá Hindisvík - fædd 2020.

Er undan Skálmari frá Nýjabæ (ekki af Hindisvíkurættum) og Hetju frá Mið-Kárastöðum (hreinræktuð). Þetta gerir hana 50% Hindisvíkurættaða.

Sýnir góðar grunngangtegundir með hárri fótlyftu.

 

hilda


 

Hervör frá Hindisvík  - fædd 2022.

Er undan Lennon frá Vatnsleysu og Yngri-Rauðku (hreinræktuð). Þetta gerir hana 50% Hindisvíkurættaða.
Hervör sýnir mjög fjaðurmagnaðar hreyfingar.

hervor


Hildisif frá Hindisvík - fædd 2022.

Er undan Lennon frá Vatnsleysu og Hetju (hreinræktuð). Þetta gerir hana 50% Hindisvíkurættaða.
hildisif4