grima3 1

IS1964155390

Litur: Rauðblesóttur

F: Glói frá Hindisvík

M: Rauðstjarna frá Hindisvík

Glóblesi 700 var hreinræktaður af gamla Hindisvíkurstofninum. Hann var sýndur til 1.verðlauna á Þingvöllum 1970, en þar hlaut hann fyrir sköpulag 8,00, fyrir kosti 8,01 og í aðaleinkunn 8,01.

Árið 1982 hlaut Glóblesi 1 verðlaun fyrir afkvæmi

"Afkvæmi Glóblesa 700 eru grannvaxin og fíngerð. Höfuðið er skarpt, með heldur opin eyru, svipurinn harður, jafnvel kaldur. Háls er grannur, en ekki nógu reistur úr herðum. Bak beint, lend grönn, bolur léttur. Fætur liprir, sæmilega réttir, hófar fremur grunnir. Þau eru viðkvæm í lund, viljinn mikill og þau fylgja sér vel eftir á öllum gangi og þrífa mikið skeið. Glóblesi 700 gefur fínbyggð, viljug en kaldlynd ganghross og hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi, einkunn 7,92."

Glóblesi var meðal annars notaður í Kirkjubæ og komu úr þeirri blöndu margir þekktir gæðingar eins og til dæmis Seifur, Sóti og dóttursonur hans, Strákur, en þessir þrír hestar komust allir í úrslit á Evrópumótum.

"Það sem einkenndi þessi hross var viðkvæmni en geysilegur næmleiki gagnvart tamningu. Það var alltaf mjög mikið fjaðrafok í kring um trippin en um leið og maður lagði hönd á þau urðu þau lambþæg. Ég tel að Sigurður í Kirkjubæ hefði mátt gera tilraun með Glóblesa og kanski 3-4 merar og haldið þeim þá sér. Sem reiðmaður og sýnigarmaður þá hefði mér fundist spennandi að fá fleiri hross af þessari blöndu, þaðan komu snillingar." (Sigurbjörn Bárðarson)


h98 1

Glóblesi í Hindisvík, árið 1988 (24 vetra). Myndin er eftir Brigitte Englisch


h98 1Glóblesi 700, knapi er Halldór Sigurðsson


h98 1
Glóblesi frá Hindisvík er hægra megin á myndinni, knapi er Sjöfn Halldórsdóttir. Vinstra megin er afkomandi Skugga frá Bjarnanesi, knapi er Sigurður Ámundason.