Við höfum árum saman reynt að halda við Hornfirska stofninum eftir bestu getu, en það er sannfæring okkar að gott sé að geta gripið í blóðið seinna meir þegar hrossaræktin er orðinn einn "hrærigrautur".

Hanný hefur sterkar taugar til Hornfirsku hestanna, en hún kom sem tamningamaður í Hornafjörðinn 1987, fyrst í Árnanes. Voru þá enn til mikið af hornfirskum gæðingum sem hún kynntist af eigin raun og hefur leitað í alla tíð síðan.

Hross af þessu stofni eru yfirleitt mjög gæf og mannelsk að eðlisfari, en miklir persónleikar og sjálfstæðir. Oftast mjög auðveld í tamningu ef rétt er að þeim farið og þeim gefinn tími. Eykst þá viljinn hægt og bítandi og getur orðið, eins og orðað hefur verið um Blakk frá Árnanesi, “skap og fjör svo mikið, að ekki væri þörf á meiru fyrir kröfuharðan hestamann.”

Töltið er aðallinn hvað ganginn varðar, úthaldið á gangi og rýmið oft á tíðum ævintýralegt.

Lýsir Þorkell Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, því best með eftirfarandi setningu:

“Enginn maður heldur út að ferðast svo lengi, án hvíldar, að hann nálgist það að vera til frásagnar þegar viljinn fjarar út í hornfirskum viljahesti.” (Jódynur 1990) 

Helstu áhrifavaldar í okkar Hornfirsku ræktun eru feðgarnir; Ófeigur frá Hvanneyri, Flosi frá Brunnum og Gustur frá Grund.


 Stóðhestar

Árið 2010 fórum við að velta fyrir okkur hvaða hesta við gætum notað á Hornfirsku hryssurnar, sem myndu passa vel við stofninn, en ekki er um marga hornfirska hesta að velja og ljóst að einhver blöndun er í framtíðinni óhjákvæmileg.  Eftir þessar vangaveltur gerðum við ræktunartilraun árið 2011 þar sem við héldum hornfirskum hryssum undir Akk frá Vatnsleysu. Það kom mjög vel út og héldum við áfram að nota Akk á Hornfirskar hryssur í mörg ár.  Nánar má lesa um þetta hér og þar á meðal hvers vegna við leituðum í þetta blóð.

Nú höfum við valið að nota Nökkva frá Syðra-Skörðugili, í honum sameinast sterkar Hornfirskar línur. 


 

Hornfirski genabankinn


Hryssur


Gargandi-Snilld frá Dynjanda

FF: Gustur frá Grund.
MFF: Flosi frá Brunnum.
MMF: Ófeigur frá Hvanneyri.

Gargandi Snilld er fjörug alhliða hryssa, fædd okkur. Hún er undan Musku frá Viðborðsseli sem var góð alhliðahryssa sem við áttum og svo er faðir hennar Kolskeggur frá Oddhóli. Gargandi fór í folaldseign sumarið 2014, en til var undan henni einn foli, Ófeigur, síðan hún var yngri.
Kolskegg, föður Gargandi, þarf vart að kynna. Hann er Gustssonur frá Grund og hefur verið í toppbaráttunni í A-flokk um árabil.

Muska, móðir Gargandi er mikið hornfirsk. Faðir hennar er Kópur frá Mykjunesi, sem var Flosasonur frá Brunnum og móðir Musku, Raun frá Flatey, var sammæðra Skó og Fífli frá Flatey, en faðir hennar er svo Ófeigur frá Hvanneyri.

hornfirsku garg muskaGargandi til vinstri og Muska móðir hennar til hægri


 

Fimma frá Dynjanda

FF: Tígur frá Álfhólum.
FMFF: Flosi frá Brunnum.
FMFM: Hrefna frá Höfn.
FMMF: Ófeigur frá Hvanneyri.
MF: Gustur frá Grund.
MMF: Flosi frá Brunnum.

Fimma er skemmtileg alhliðahryssa undan Skugga okkar frá Dynjanda og Bylgju frá Lambleiksstöðum. Hún er mjög mikill hornfirðingur, en Skuggi, faðir hennar, er undan Tígur frá Álfhólum og móðir hans er af gömlu hornfirsku blóði sem hefur m.a.a að geyma Ófeig frá Hvanneyri, Flosa frá Brunnum og Hrefnu frá Höfn.
Bylgja, móðir Fimmu var undan systkinum, Gust frá Grund og Flosadóttur frá Brunnum.
fimma 22 hornfirsku garg muska

Fimma frá Dynjanda


 

 Edda frá Hlemmiskeiði I
F: Byr frá Mykjunesi
M: Apríl frá Árnanesi (hreinræktuð af gamla stofninum í Árnanesi)
FMF: Skór frá Flatey
FMMF: Ófeigur frá Hvanneyri

Mikið hornfirsk ræktunarmeri. Móðir Eddu er hreinræktuð af gamla stofninum í Árnanesi. Faðir hennar (Byr) hefur Skó frá Flatey sem MF og Ófeig frá Hvanneyri sem MMF.

haera haera

Edda frá Hlemmiskeiði I


Stjarna frá Runnum

F: Moli frá Skriðu
FFMMM: Irpa frá Kyljuholti
MFF: Fífill frá Flatey
MFMF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)

Stjarna undan Mola frá Skriðu (F: Glampi frá Vatnsleysu). Hún er mikill Hornfirðingur í móðurætt með Fífil frá Flatey sem MFF og Ófeig frá Hvanneyri sem MFMF. Einnig má finna Nökkva frá Hólmi nokkrum sinnum aftar í ættartrénu.

stjarna5stjarna14

Stjarna frá Runnum


Melkorka frá Miðfelli, fædd 2012

F: Akkur frá Vatnsleysu
MFF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)

Stór, myndarleg og viljug alhliðahryssa. 

melkorka31melkorka26

Melkorka frá Miðfelli


Mön frá Hindisvík, fædd 2017

F: Nökkvi frá Syðra-Skörðugili (8,48)
M: Gargandi-Snilld frá Dynjanda
MM: Muska frá Viðborðsseli 1

Stór og myndarleg bleik hryssa. Mön er undan landsmótssigurvegaranum Nökkva frá Syðra-Skörðugili. Ef litið er á ættartré Nökkva má þar finna töluvert af hornfirsku blóði. Hann er einnig undan dóttur Glampa frá Vatnsleysu og er þar aftur tenging í Báru frá Ásgeirsbrekku (Hornafjörður x Lýsingur).

monmon11

Mön frá Hindisvík

 


 

Unghross í uppvexti

 

Herdís frá Hindisvík, fædd 2019

F: Akkur frá Vatnsleysu
M: Hæra frá Dynjanda
MF; Skuggi frá Dynjanda
MFF: Tígur frá Álfhólum.

MFMFF: Flosi frá Brunnum.
MFMFM: Hrefna frá Höfn.
MFMMF: Ófeigur frá Hvanneyri.
MMF: Flosi frá Brunnum.
MMMF: Flosi frá Brunnum.

Herdís er mjög skemmtilegur karakter og virðist vera að mörgu leyti mjög típískur Hornfirðingur. 

herdisHerdís með móður sinni Hæru


 Hera frá Hindisvík, fædd 2019

F: Nökkvi frá Syðra-Skörðugili (8,48)
M: Gargandi-Snilld frá Dynjanda
MM: Muska frá Viðborðsseli 1

herdis

Hera frá Hindisvík 


 Sunna frá Hindisvík, fædd 2020

F: Skálmar frá Nýjabæ (8,64)
M: Stjarna frá Runnum 

sunna2

Sunna frá Hindisvík 


Stika frá Hindisvík, fædd 2020

F: Skálmar frá Nýjabæ (8,64)
M: Hanný frá Þúfu

stika1

Stika frá Hindisvík 


Irpa frá Hindisvík, fædd 2020

F: Skálmar frá Nýjabæ (8,64)
M: Edda frá Hlemmiskeiði 1

herdis

Irpa frá Hindisvík 


 

Fjalar frá Hindisvík, fæddur 2021

F: Skálmar frá Nýjabæ (8,64)
M: Gargandi-Snilld frá Dynjanda

fjalar4

Fjalar frá Hindisvík 


Funi frá Hindisvík, fæddur 2021

F: Skálmar frá Nýjabæ (8,64)
M: Alvör frá Vatnsleysu
MMM: Bára frá ´Ásgeirsbrekku (8,12)
MMMM: Irpa frá Kyljuholti (8,13)

funi1

Funi frá Hindisvík 


 

Væntanlegt 2022..

Ef allt gengur eftir eigum við von á eftirfarandi folöldum af Hornfirskum ættum: 

nokkvi-alvor

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili   x   Alvör frá Vatnsleysu

nokkvi-audbjorg

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili   x   Auðbjörg frá Vatnsleysu

nokkvi-eddaNökkvi frá Syðra-Skörðugili   x   Edda frá Hlemmiskeiði 1

nokkvi-fimmaNökkvi frá Syðra-Skörðugili   x   Fimma frá Dynjanda

nokkvi-melkorkaNökkvi frá Syðra-Skörðugili   x   Melkorka frá Miðfelli

nokkvi-stjarna

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili   x   Stjarna frá Runnum