banner13Hindisvík

Hindisvík er staðsett yst á Vatnsnesi, norðan við Hvammstanga á Norðvesturlandi. Séra Sigurður Norland í Hindisvík var afabróðir Tobba. Hann átti auk Hindisvíkur jörðina Flatnefsstaði, sem er nú í okkar eigu, en við kennum hrossin okkar við Hindisvík.


 Við búum hinsvegar á Sæbóli, sem er lítil jörð með stóru æðarvarpi rétt hjá Hvammstanga, 35 km frá Hindisvík.

saebolSæból


 Tobbi er búinn að standa í hrossarækt, tamningum, járningum, kennslu og hestaferðum alla tíð. Hann rak ásamt föður sínum, Agnari Norland, hrossaræktarbú í Hindisvík í mörg ár. Einnig byggði hann ásamt föður sínum og rak hestamiðstöðina Hindisvík í Mosfellsbæ, sem var ein af fyrstu reiðhöllum landsins. Tobbi var starfandi íþróttadómari í mörg ár.

tobbi

Tobbi - Huginn, Hlöðvir, Adda og Skuggi.


Hanný er ættuð frá Þýskalandi. Hún kom fyrst til Íslands 1981 og flutti alveg hingað 1984.

Hanný er menntaður hestabúfræðingur og reiðkennari frá Þýskalandi og líka með tamningapróf og B-reiðkennararéttindi frá FT, en er ekki í félaginu lengur. Hún er gæðingadómari og hefur starfað við tamningar í yfir 30 ár, þar af var hún 26 ár í Hornafirðinum. Hanný kenndi auk þess knapamerkin í nokkur ár í Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu.

hanny1

Hanný - Hekla, Strákur, Adda og Muska

hanny2

Hanný með Nökkva og hundunum í Hindisvík, í miðjunni eru hún og Nökkvi, og til hægri eru þau Janus Ari


 Heiða er dóttir Hannýjar og hefur verið með "hestabakteríuna" síðan hún man eftir sér. Hún hefur starfað víða við tamningar, þjálfun og reiðkennslu, og sér um heimasíðuna okkar.

Heiða er menntaður hestabúfræðingur frá Þýskalandi og með tamningarpróf IPZV.

heida1

Heiða - Strákur, Gylfaginning, Muska og Smári

heida2

Strákur og Heiða - Heiða og Skjóni að leggja sig - Heiða og kiðlingurinn RóMEó í útskriftarmyndatöku

heida3