Hér er listi með hryssunöfnum sem ég hef safnað að mér í gegn um tíðina. Allar ábendingar um nöfn sem vantar á listann vel þegnar.

Listi með merkingum nafnanna er í vinnslu. Þýðingarnar eru allar fengnar úr íslenskri orðabók.

Með því að smella hér má skoða hestanöfn.

Flýtilykill:

A - Á - B - D - E - É - F - G - H - I - Í - J - K - L - M - N - O - Ó - P - R - S - T - U - Ú - V - Y - Ý - Þ - Æ - Ö


 

A

Abba - stuttnefni konu, m.a. af Abigael.

Abbadís - forstöðukona nunnuklausturs / brögðótt en harðdugleg.

Adda - stytting á konunafni, m.a. af Aðal- eða Arn-.

Aða - 1. skel af kræklingsætt (öðuskel). 2. Sitja sem aða í leiru = sitja fastur (halda fast í gömul viðhorf af þráa og heimsku) ; sú sem mjakast áfram.

Aðaldís - nafnið er samsett úr; 1. "Aðal" sem vísar til grundvallaratriðis/meginatriðis eða yfirstéttar, og "Dís" sem merkir gyðja eða yfirnáttúruleg kvenvera.

Aðgát - aðgæsla, varkárni.

Aðventa - jólafasta.

Afla - dregið af sögninni "að afla", en það merkir að ávinna sér eitthvað eða ná einhverju.

Afldís - afl = þróttur eða kraftur, dís = gyðja eða yfirnáttúruleg kvenvera. Afldís = kraftmikil gyðja.

Afríka - heimsálfan Afríka.

Afsögn - 1. neitun. 2. það að segja einhverju af sér.

Afsökun - 1. fyrirgefningarbón. 2. málsbót, segja sér eitthvað til afsökunar.

Afturelding - morgunsár, dagrenning.

Afturlöpp - afturfótur.

Agða - 1. sníkjudýr í hryggdýrum. 2. agðast áfram = mjakast áfram.

Agga - 1. ægisnál (síldarafbrigði). 2. smákrabbategund. 3. lítil alda, aggva. 4. stuttnefni á ýmsum kvenmannsnöfnum.

Agla - kvk nafn, dregið af Egill. (karlmannsnafn, ægilegur). Ógn.

Agnarögn - mjög lítið af einhverju.

Agnes - kvk nafn sem kemur úr grísku, hrein, skírlíf.

Agneta - latnesk mynd af kvenmannsnafninu "Agnes" = hrein, skírlíf.

Akurey - Örnefni. Eyja í Kollafirði.

Alberta - dregið af Albert. (karlmannsnafn af þýskum uppruna, aðal (göfugur) + bjartur)

Albertína - dregið af Albert. (karlmannsnafn af þýskum uppruna, aðal (göfugur) + bjartur)

Albína - kvk nafn af latneskum uppruna, alhvít.

Alda - kvk nafn, bylgja, bára.

Aldinborg - gamalt stórhertogadæmi í Norður Þýskalandi (Oldenburg); Aldinborgari = maður af ætt þeirra stórhertoga.

Aldinrós - planta sem heitir á latínu; Rosa banksiopsis.

Aldís - kvk nafn, ef til vill ummyndun úr Álfdís; eða ,fullkomin' eða ,göfug' dís.

Aleiga - heildareign. Allt sem ég á.

Alexandra - grískt kvenmannsnafn, dregið af nafninu "Alexander".

Alexandría - grískt kvenmannsnafn, dregið af nafninu "Alexander".

Alexía - kvenmannsnafn, annað hvort dregið af "Alexander" eða "Alexis".

Alfa - fyrsti bókstafur í gríska stafrófinu.

Alheimsþrá - samsett úr; 1. alheimur = alveröld. 2. þrá = sterk löngun. Sú sem alheimurinn þráir.

Alísa - íslenskun á enska nafninu "Alice".

Alla - kvk nafn, stytting á nöfnum sem byrja á Aðal-.

Alma - kvk nafn úr latínu, ,holl-nærandi'.

Alpafjóla - jurt sem heitir á latínu; Cyclamen.

Alpahúfa - derlaus húfa.

Alparós - mjög tegundarík ættkvísl plantna. (Rhododendron)

Alrún - kvk nafn, sama og Ölrún, = rúnir ristar á horn til að verjast eiturblöndu í drykk.

Alsæla -

Altíð - alltaf.

Alúð - 1. hjartanleg framkoma, vingjarnleiki. 2. áhugi, leggja alúð á eitthvað.

Alvís - sú sem veit allt.

Alvara - 1. íhugul, einbeitt. 2. ísjárverðar aðstæður, yfirvofandi hætta, brýn nauðsyn.

Alvör - dregið af Alvara.

Alþjóð - öll þjóðin, almenningur.

Alþraut - forngrísk fjölbragðaíþrótt þar sem nær öll brögð leyfðust. (pankration)

Alþýða - allur þorri manna, almenningur, almúgi = lægri stéttir þjóðfélagsins.

Alæta - 1. sá sem nærist á hvers konar fæðu. 2. sá sem les allt sem að höndum kemur. 3. sá sem gefur sig að mörgu.

Amalía -

Amanda -

Ambátt - ófrjáls kona, kvenþræll.

Amelía -

Ameríka - heimsálfa.

Amma - móðir föður eða móður.

Anastasía - grískt kvenmannsnafn sem merkir "upprisa".

Andagift - eldmóður, innblástur.

Andakt - guðrækni, lotning, fjálgleikur; helgiathöfn.

Andey -

Andrá - örskotsstund, augabragð.

Andrea - kvk nafn, dregið af Andrés (ensk: Andrew), karlmaður.

Andrésína -

Andúð - óbeit, viðbjóður, vondur þokki.

Andvaka - svefnleysi.

Andvör - kvk nafn, dregið af Andvari = varúð, fyrirhyggja, árvekni, gát.

Anga - kvk nafn, dregið af Angi = 1. ilmur. 2. gufa.

Angadís - vel ilmandi gyðja.

Anganóra - krakkaskinn, barnungi.

Angela - kvk nafn úr latínu, ,kvenengill'.

Angist - sálarkvöl, harmur.

Aníta -

Anna -

Appelsína -

Apríkósa -

Arabía - skagi milli Rauðahafs og Persaflóa, Rábítaland.

Aradís - kvk nafn dregið af; 1. kk nafnið Ari = Örn. 2. dís = gyðja. ,,Arnargyðja"

Arða - nabbi, lítil ójafna.

Arðsemi -

Arfa - kvenerfingi.

Arfleifð -

Argentína - land í S-Ameríku.

Aría - einsöngslag úr óperu.

Arna - kvk nafn, örn.

Arnarkló - segir sig sjálft.

Arnbjörg - samsett úr: 1. arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. Björg, kvk nafn = björgun.

Arndís - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. dís = gyðja.

Arney - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. ey = eyja.

Arngerður - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. Gerður = kvk nafn, samsvarar kk nafninu garður.

Arngríma - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. gríma = útbúnaður til að hylja andlit / hjálmur / nótt, myrkur / föl, snjór / kvk nafnið Gríma (dulbúin).

Arnheiður - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. Heiður, kvk nafn, = björt, heiðri prýdd.

Arnkatla - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. katla, dregið af Ketill, kk nafn.

Arnljót - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. Ljót, fornt kvk nafn = ,björt kona'.

Arnþrúður - samsett úr: 1 arn-, forliður sem þýðir ,örn'. 2. Þrúður, dóttir Þórs. Sterk valkyrja.

Asía - heimsálfa.

Aska - aska. Úr eldgosi eða eftir bruna.

Askja - 1. ílát, 2. ketilsig.

Assa - 1. kvk örn. 2. grá hryssa. 3. össótt kind.

Athygli - eftirtekt.

Athöfn - 1. starf, iðja. 2. verknaður.

Atla - ætla.

Atley -

Atorka - dugnaður, framtak.

Atvinna -

Auðbrá -

Auðdís -

Auðkúla -

Auðlind -

Auðn - eyðimörk, óbyggðir.

Auðna - 1.auðn = ís eða snjólaus blettur. 2. örlög. 3. hamingja.

Auðsól -

Auðsvon -

Auðsæl -

Auður - kvk nafn = ,hamingjusöm'.

Augabrún -

Augsýn -

Aukning - það að auka við, viðbót, hækkun.

Aula -

Ausa -

Austra -

Axla -

Aþena - höfuðborg Grikklands.


 

Á

Ábót -

Ábyrgð -

Ágirnd - græðgi, það að langa mjög til að eignast eitthvað.

Ágiskun - getgáta, tilgáta.

Ágústa

Ágústína

Áka -

Ákæra -

Ála -

Álaborg - borg í Danmörku. (Ålborg)

Álfa - 1. heimsálfa. 2. landsvæði.

Álfabjalla - planta sem heitir á latínu; Platycodon grandiflorus.

Álfablesa -

Álfaborg - álfahamar, klettur þar sem álfar búa.

Álfabrák - álfarák.

Álfabraut - 1. lognrákir á vindýfðu vatnsyfirborði. 2. gárarákir á sléttum vatnsfleti.

Álfabrenna - útibrenna í sambandi við álfadans.

Álfadís - álfamær, álfagyðja, huldukona.

Álfadrottning - 1. drottning í álfheimum. 2. sú sem fer með það hlutverk í álfadansi.

Álfagjöf -

Álfalilja -

Álfamær - huldukona.

Álfanótt -

Álfareið - flokkur ríðandi huldufólks.

Álfaslóð - 1. leið eða stöðvar álfa. 2. álfabrautir.

Álfatrú - trú á tilvist huldufólks.

Álfatröð - vind- eða straumgárar á vatni.

Álfaþjóð - huldufólk.

Álfey -

Álffluga -

Álfheiður -

Álfhildur -

Álfkona -

Álfrún -

Álft -

Álka -

Álma -

Álsey -

Álöf -

Áma -

Áning -

Ánægja -

Ára - geislahjúpur sem sumir skyggnir menn sjá umlykja manninn.

Árás -

Árborg -

Árbót -

Árdís -

Árelía -

Árgerður -

Árgyðja -

Árný -

Áróra -

Árrós -

Ársól - morgunsól.

Ársæld - árgæska, gott tíðarfar.

Árveig -

Árvökur -

Árvör -

Ása -

Ásatrú - trú á Æsi. Trú norrænna manna fyrir kristnitöku.

Ásaþóra -

Ásdís -

Ásgerður -

Áshildur -

Ásjá -

Ásjóna -

Áskorun -

Áslaug -

Ásleif -

Ásrún -

Ást -

Ásta -

Ástarsaga -

Ástarvon -

Ástríða -

Ástríður -

Ástríka -

Ástrós -

Ástund -

Ásvör -

Ásynja - gyðja í heiðnum norrænum sið. (ásatrú)

Átt -

Átta - talan 8.

Áttund -

Átylla -


B

Baddý.

Baga - 1. erindi, vísa. 2. e-ð ambögulegt, ómynd. 3. auli, heimskingi.

Baldey.

Baldintáta.

Baldrún.

Baldursbrá - jurt sem nefnist á latínu Matricaria maritimum.

Baldvina.

Ballerína.

Barátta.

Barbara - kvk nafn úr grísku, ,útlend, óskýrmælt'.

Barónessa - kvk dregið af barón = aðalsmaður.

Bauga.

Baugalín.

Bauja.

Baun - 1. fræ ýmissa plantna af ertublómaætt. 2. eitthvað smátt.

Bábilja - 1. hjátrú, hindurvitni, hégilja. 2. bull.

Bálför - líkbrennsla.

Bára - 1. alda. 2. gári, ójafna.

Básúna.

Begga.

Beiskja - 1. beiskt bragð. 2. gremja, bræði.

Beislun - það að beisla eitthvað, (fossa, vatnsafl, kjarnorku).

Bending - 1. merki, það að benda. 2. leiðbeining. 3. fyrirboði.

Benedikta.

Benna.

Bergdís.

Bergflétta.

Berghildur.

Berglind.

Bergljót.

Bergrós.

Bergrún.

Bergþóra.

Berta - kvk nafn af Þýskum uppruna, ,björt'.

Bessa.

Bestla.

Beta.

Beygla - 1. bugða, laut. 2. lélegur bíll. 3. horuð og beinaber kýr.

Beyla - 1. herðakistill, kryppa. 2. líkami, kroppur.

Bibba.

Bið - 1. það að bíða, töf. 2. tími sem beðið er.

Biða.

Bifröst - brú Ása af jörðu til himins; regnbogi.

Bikkja.

Billjón - billjón, 1.000.000.000.000.

Bilun.

Bimbólína.

Binna.

Birgitta.

Birna.

Birta - ljós, skin

Birting - 1. ljómi, skin. 2. dögun. 3. það að birta eða auglýsa eitthvað.

Biskupsbrá - garðjurt sem heitir á latínu; Chrysanthemum coccineum.

Bisund - býsönsk gullmynt.

Bitra - 1. beiskja. 2. nístingskuldi. 3. sú sem er bitur.

Biturð - 1. það að vera beittur. 2. það að vera bitur, beiskja.

Bína.

Bíra - hin væna, sællega.

Bjalla - 1. lítil klukka til að hringja með. 2. ættbálkur vængjaðra skordýra (Coleoptera). 3. veiðibjalla.

Bjargey.

Bjargþóra.

Bjarkey.

Bjarklind.

Bjarndís.

Bjarney -

Bjarnveig.

Bjartey.

Bjarteyg.

Bjartleit.

Bjartsýn.

Bjálma.

Bjóla - 1. fata, skjóla. 2. stórvaxinn unglingur. 3. toppmyndað fjall. 4. rola, veslingur.

Bjórdís.

Bjórkolla.

Bjögun - afbökun.

Björg - 1. hjálp, björgun. 2. matur, lífsuppeldi, að bera sig eftir björginni.

Björgun.

Björk -

Björt - kvk nafn, dregið af ,bjartur'.

Bjössa.

Blaðka.

Blaðra - 1. belgur fylltur lofti eða vökva. 2. kjaftakind.

Blaðsíða - síða í bók, eða blaði.

Blakkdís.

Blakkskjóna.

Blanda - sambland einhvers.

Blá.

Bláblesa.

Bládís.

Bláey.

Bláeyg.

Blágrána.

Blákápa.

Blákolla - jurt sem ber latneska heitið Prunella vulgaris.

Bláklukka - blóm (Campanula rotundifolia).

Blálilja - jurt sem nefnist á latínu Mertensia maritima.

Bláma - lita bláan.

Blámósa.

Blásíða.

Bláskel.

Bláskinna.

Bláskjóna.

Blástjarna - 1. sérn. Blástarnan, stjanan Vega. 2. blóm sem heitir á latínu; Lomatogonium rotatum.

Blástör.

Blátá.

Blátoppa - planta sem nefnist á latínu Sesleria albicans.

Blávör.

Bleik.

Bleikála.

Bleikblesa.

Bleikgrána.

Bleikhetta.

Bleiking - það að bleikja. (t.d. þvott)

Bleikja - 1. bleikur litur. 2. hvít leirjörð, hreint kaólín. 3. silungur (Salmo alpinus).

Bleiknös.

Bleiktoppa.

Blekking - svik, tál, ginning.

Blesa - ljós aflangur blettur framan á höfði hests.

Blessun - 1. árnun hamingju. 2. sérstakur formáli (blessunarorð) fluttur t.d. í guðsþjónustu, þar sem blessunar drottins er beðið yfir viðstadda. 3. samþykki, að leggja blessun sína á e-ð. 4. lán, hamingja. 5. lofsyrði eða vinsamleg orð um fólk.

Bletta.

Bleyta.

Blika - ský, óveðurský, skýjamóða ,nú lýst mér ekki á blikuna'.

Blikfaxa.

Blikka.

Blinda - það að sjá ekki, sjónleysi.

Blíð.

Blíða - 1. mikil vinsemd og hlýja í viðmóti. 2. ást, ástaratlot, blíðubrögð. 3. milt og hlýtt veður.

Blíðrós.

Blóma.

Blómaprinsessa.

Blómarós.

Blómey.

Blómgun - það að springa út, fá blóm.

Blúnda - skrautborði, laufaborði.

Blússa - flík.

Blygðun - 1. skömm. 2. feimni.

Blædís.

Blæja - 1. þunnur dúkur. 2. lak.

Blæst - ytri skilveggur nasarinnar.

Blævör.

Blökk - 1. drumbur. 2. blokk. 3. trédrumbur festur á horn mannýgs nauts til að hindra það í að stanga.

Blöskrun - skelfing, ógn.

Boðun - 1. boðskapur, tilkynning. 2. það að boða (t.d. mann til fundar).

Bogga.

Bokka.

Bolla.

Bomba.

Bomsa.

Bora.

Borg - 1. staður, bær, stórborg, höfuðborg. 2. brött klettahæð. 4. byrgi. 5. í leikjum barna, mark eða áfangastaður, þar sem þátttakendur eru hólpnir fyrir andstæðingum sínum.

Borgey.

Borghildur.

Borgun.

Botna.

Bókun - 1. það að bóka. 2. það sem bókað er. 3. viljayfirlýsing aðila um túlkun samnings.

Bóla - 1. blaðra. 2. nabbi, lítil, sjúkleg upphækkun á húð. 3. e-ð lítið og kúpt.

Bólfesta - samstaður. Að taka sér bólfestu = að setjast að.

Bón - bæn, beiðni.

Bóndarós.

Bót - 1. bati, endurbót, umbót, lagfæring, lækning. 2. afsökun. (bæta um e-ð) 3. lítið stykki sem fest er yfir gat, t.d. á flík.

Bótey.

Bóthildur.

Bragarbót - það sem ort er til að bæta fyrir e-ð.

Brana - 1. tröllkonuheiti. 2. hugrökk kona. 3. bruna, gana áfram.

Branda.

Braut.

Brá - 1. augnhár. 2. brák á vatni. 3. báruskot, hvítur öldufaldur.

Brádís.

Bráð - 1. bráðnun, það að bræða eitthvað eða bráðna. 2. e-ð bráðið. 3. hrátt kjöt. 4. nálæg líðandi stund (í bráð).

Bráðlát.

Bráðung - flýtir.

Brádögg - tár.

Brák.

Braut - 1. ruddur vegur, akvegur, troðningur, slóð. 2. (ákveðin) leið, sú sem farin er. Braut jarðar í kring um sólu.

Breðafönn - mikil harðfrosin fönn.

Bredda - 1. stór hnífur. 2. bitlaus hnífur. 3. ókvenleg, vanstillt kona.

Breiða - 1. breið flatneskja. 2. eitthvað sem breiðir úr sér.

Breiðblesa - breiðblesótt hryssa.

Brekka - halli, hallandi. Sækja á brekkuna = sækja upp á við.

Brella - 1. ástargæla. 2. bragð, grikkur.

Bremsa - hemill.

Brenna - 1. bruni, eldsvoði. 2. loga, eyðast í eldi.

Brenninetla - planta sem hefur fræðiheitið Urtica dioeca.

Brennisóley - blóm sem nefnist á latínu Ranunculus acris.

Breyskja - 1. stökkvi, það að vera stökkur. 2. mikill hiti (og þurrkur).

Breyta - 1. stærð sem hefur fast gildi. 2. valda umskiptum.

Breyting - umskipti, viðbrigði. Breyting til batnaðar.

Brigða - 1. hrukka. 2. efun, véfenging. 3. stökkbreyting.

Brimalda - alda sem brotnar við kletta.

Brimborg - dregið af Brimaborg sem er íslenskun á borgarheitinu Bremen sem er í Þýskalandi.

Brimdís.

Brimhildur.

Brimkló.

Brimrún.

Bringa - 1. brjóst, barmur, brjósthluti líkamans á mönnum og dýrum. 2. grasivaxin bunga í hlíð.

Bríet - kvk nafn, dregið af Birgitta.

Brík.

Brjóstbirta.

Brjálun - ruglingur, ruglun, geðtruflun, geggjun.

Brodda.

Brokey.

Bronsöld - tímabil á milli steinaldar og járnaldar.

Brók.

Brunnklukka.

Brussa.

Brú.

Brúða - 1. leikfang í mannsmynd, dúkka. 2. ósjálfstæð, framtakslaus manneskja.

Brúðargjöf.

Brúðarnótt.

Brúður.

Brún - 1. brún hryssa. 2. brýr, brúnir. 3. svartur/dökkur á brún = dökkur yfirlitum. 4. rönd, egg - borðbrún, fjallsbrún.

Brúnblesa - brún, blesótt hryssa.

Brúney.

Brúnhildur.

Brúnka - e-ð brúnt. Heiti á brúnni hryssu.

Brúnklukka.

Brúnkolla.

Brúnkúfa.

Brúnlukka.

Brúnskotta.

Brúnstjarna - t.d. nafn á brúnstjórnóttri hryssu.

Brydding.

Bryðja - 1. digur, stórgerð kona, brussa, skass. 2 . ker, þró.

Bryggja.

Bryndís.

Brynhildur.

Brynja.

Brúkun - notkun.

Brýja - brækjufita.

Bræði - bráð reiði, æsing.

Bræla.

Brött.

Bubba.

Budda.

Bugða.

Bugt - 1. flói (inn í sjávarströnd). 2. hneigingar. Bugtaði = hneigði sig.

Bumba.

Buna - 1. vökvi eða vatnsbogi. 2. ferð niður brekku. 3. málæði. 4. klunnalegur fótur.

Burnirót.

Burst.

Buska - 1. buskuleggir, rosalýja. 2. flóki, sumtag. 3. dula til að þurrka með. 4. lauslát, eða fljótfær kona. 5. neta- eða lóðaflækja.

Busla - 1. óþrifaleg kona, subba. 2 byrsla. 3. lóða (flækja). 4. svamla, synda klaufalega. 5. hafa hátt, ærslast. 6. blanda saman.

Búbót - búhnykkur, vistaraukning, búdrýgindi, búsílag.

Búkolla.

Búlda - 1. öxi. 2. búlduleitur kvenmaður.

Búslóð - búshlutir.

Bússa - 1. búza (stórt) skip, skúta. 2. feitlagin kona, budda. 3. upphár skinnsokkur. 4. klofhátt stígvél. 5. jarðfastur stór steinn með gróðri í kring.

Byggð - 1. byggt landsvæði, sveit, hérað. 2. það að byggja land, ábúð. Jörðin er í byggð. 3. sveitarfélag.

Bylgja - alda, bára.

Bylta - fall, það að detta.

Bylting - kollvörpun, gagngjör umbreyting.

Byrjun - upphaf, upptök.

Byssa - 1. skotvopn. 2. fljótvirk og dugleg kona. 3. uppstökk kona.

Bytta.

Býfluga.

Bæjardís.

Bæklun.

Bæn - ósk, innileg bón.

Bæting - 1. það að bæta föt. 2. Dregið af bót;. bati, endurbót, umbót, lagfæring, lækning eða afsökun. (bæta um e-ð)

Bölvun - 1. blótsyrði. 2. ólán, tjón. 3. lasleiki, vesöld, skömm, óféti.

Böng - 1. lítil bjalla. 2. kýr.


D

Dabba.

Dabbía - mikið sukk.

Dadda.

Daða.

Daðla.

Dafna - sú sem þrífst vel.

Dagbjört.

Dagborg.

Dagdís.

Dagfinna.

Dagfríð.

Dagfríður.

Dagga.

Daggarfjóla.

Daggarperla.

Daglilja - garðjurt sem heitir á latínu; Hemerocallis flava.

Dagmar - Danskt nafn sem merkir ,björt mær'.

Dagmær - kvk nafn, ,björt mær'. Dregið af danska nafninu Dagmar.

Dagmey - kvk nafn, ,björt mær'. Dregið af danska nafninu Dagmar.

Dagný.

Dagrenning - dögun, sólarupprás.

Dagrós.

Dagrún.

Dagsbirta - ljósið frá sólinni á daginn. Lesa við dagsbirtu.

Dagsbrún.

Dagsetning - tímaákvörðun (dagur, mánuður, ár)

Dagskrá - 1. röð viðfangsefna eða skemmtiatriða þar sem hvert rekur annað. 2. Að vera á dagskrá - að vera til umræðu, efst á baugi.

Dagslátta.

Dagslóð - Skíma af degi að kvöldlagi.

Dagstjarna - 1. stjarnan Venus, morgunstjarna. 2. sól. 3. garðjurt með fagurrauð blóm; (Melandrium rubrum).

Dagvör.

Daladís -

Dalalæða.

Dalarós.

Dalasól.

Dalastjarna.

Dalbrá.

Dalbrún -

Dalía - kvk nafn dregið af "dahlia" sem eru blóm af ættinni Asteraceae.

Dalla - kvk nafn, ,hin bjarta'.

Dalrós.

Dalvík.

Dalvör.

Dama - 1. kona, vel klædd stúlka, stúlka með yndisþokka í fasi, hefðarkona. 2. drottning í manntafli.

Dana.

Daníela.

Dansmær.

Daría.

Dáð - 1. afreksverk. 2. þrek, hugrekki. 3. hjálp, aðstoð.

Dáglöð.

Dásemd - ágæti, eitthvað aðdáunarvert.

Deigja.

Deigla.

Deila - þræta, þjarka.

Deild.

Deiling - 1. Það að deila, skipta niður. 2. ferkvæður bragarháttur.

Della.

Delta.

Demba - 1. stutt rigning, skúr. 2. dembingur = hröð reið. 3. hella. 4 .halda viðstöðulaust áfram.

Dekkja - dimma, myrkur.

Depla.

Depurð - dapurleiki, það að vera dapur.

Derra.

Derring.

Deyfð - 1. sljóleiki, slen. 2. hryggð.

Didda.

Diddú.

Digurð - sverleiki, það að vera digur.

Dikta - 1. semja. 2. skálda, ljúga. 3. mæla fyrir: sem skipan.

Diljá - kvk nafn, annað heiti á Díönu; kvk nafn, rómversk veiðigyðja (áður gyðja ljóss og mána).

Dimbiltá - stúlka (gæluorð).

Dimma - myrkur.

Dimmadís.

Dimmalimm -

Dimmblá.

Dimmbrá - Samsett úr: 1. dimm = myrkur .2. brá = augnhár, brák á vatni, báruskot - hvítur öldufaldur.

Dingla - 1 kona, léleg til verka (afkastalítil). 2. sveifla. 3. daðra, halda við. 4. hringja.

Dirfska - áræðni, þor.

Dirrindí - hljóð í lóu.

Díana - kvk nafn, rómversk veiðigyðja (áður gyðja ljóss og mána).

Dídí.

Díla.

Dís - 1. gyðja, yfirnáttúruleg kvenvera. 2. tigin kona.

Dísa.

Dísella.

Díva.

Djákna.

Djásn - 1. skrautgripur. 2. höfuðskart.

Djörf - dregið af ,djarfur'. = áræðinn, hugaður, kjarkmikill.

Djörfung - dirfska, hugrekki, kjarkur, einurð, áræði, þor.

Dobía - mikið af einhverju, gnægð.

Dobla - tvöfalda. Að dobla einhvern til einhvers. = að fá einhvern til að gera eitthvað.

Dogma - kennisetning.

Dokka - 1. stúlka, kvenmaður. 2. lítil hespa af garni.

Dokkadís.

Dolla.

Domsa - hissa, agndofa.

Doppa - blettur, depill.

Doría - 1. skipsbátur. 2. fyrirferðamikil, stórvaxin kona.

Dorra.

Dóla - sú sem fer sér hægt.

Dómgreind - skynsemi, dómhæfni.

Dóra.

Dós.

Dóttir.

Dóttla -

Drafna - lítill díll eða blettur.

Dragt - ytri kvenklæðnaður, jakki og pils.

Dramatík - ein hinni þriggja eðlisgreina bókmenna skv. forngrískum kenningum.

Drangey.

Draugmolda.

Draugasól - tungl.

Draugsa.

Draumadís.

Draumey -

Draumnótt - Draumnóttin mikla, nóttin eftir þrettándan, en þá átti fólk að dreyma merkilega drauma.

Draumsóley.

Draumstjarna.

Draumsýn.

Drápa - kvæði sérstakrar tegundar, með stefi.

Dreifing - 1. það að dreifa. 2. upplausn.

Drella.

Dreypla - láta drjúpa.

Dreyra.

Driffjöður - gangfjöður, fjöður sem knýr eitthvað áfram.

Drift - 1. nýfallinn snjór, skafl. 2. drífa, snjókoma. 3. dugnaður, röskleiki.

Drífa - kvk nafn = snjór eða mjöll.

Drjúg - dregið af drjúgur; 1. sem endist vel. 2. talsverður. 3. montinn. 4. allmjög, töluvert.

Dropa.

Dropadís.

Droplaug - kvk nafn, ,hrein sem vatn'.

Drossía - 1. luktur vagn. 2. lítill fólksbíll (allt að sjö manna).

Drottning - eiginkona konungungs.

Drottnun - yfirráð, völd.

Dróma - drolla.

Drómadís.

Drós.

Drótt - 1. þverbiti yfir dyrum, dyrasylla. 2. hver og einn. 3. hirð þjóðhöfðingja.

Drulla.

Druna.

Drusla.

Dröfn - 1. kvk nafn, dregið af borginni Drammen í Noregi. 2. getur líka verið dregið af dröfnótt og það þýðir blettótt.

Dugga.

Dula - 1. tuska. 2. mannrola. 3. dul.

Duld.

Dulrún.

Dulúð.

Dumba - 1. þoka. 2. dökkur litur. 3. rykský.

Dunhenda - bragarháttur.

Dusa - 1. dusa niður = lúta höfði. 2. bæla sig. 3. liggja þétt upp að e-u.

Dúa.

Dúdda.

Dúfa - 1. kvk nafn sem merkir ,alda'. 2. fugl af dúfnaætt. 3. gæluorð um konu, dúfan mín.

Dúkka - brúða.

Dúkkulísa - pappírsbrúða.

Dúlla.

Dúna - dregið af dúnn.

Dúska.

Dútla.

Dverghildur.

Dvöl - 1. vera, vist. 2. frestur, bið, töf.

Dyfra.

Dyggð - góður siðferðilegur eiginleiki, siðgæði, mannkostir.

Dylgja.

Dymbilvika - vikan er hefst á pálmasunnudag og endar laugardag fyrir páska (þá var settur dymbill í kirkjuklukkur).

Dyná - íslenskun á Dóná.

Dyngja - 1. hrúga, haugur, 2. bunguvaxið hraun með aflíðandi hlíðum. 3. álftarhreiður, hrafnshreiður. 4. vistarvera, herbergi kvenna.

Dyrgja.

Dýflissa - fangelsi.

Dýja.

Dýna.

Dýpt - djúp, dýpi.

Dýrð - 1. dásemd, ágæti. 2. heiður, vegsemd.

Dýrðmunda

Dýrfinna.

Dýrleif -

Dýrmæt.

Dýrtíð.

Dæla.

Dæld - 1. laut, lág. 2. beygla.

Dælska - frekja, áleitni, óþekkt, þrjóska, djarflegt tal.

Dæmaleysa - í dæmaleysu = í aðgerðarleysi.

Dæmisaga - 1. stutt saga sem flytur siðrænan eða trúarlegan boðskap. 2. líking.

Döf - 1. hvíld, deyfð, drungi. 2. bekkur. 3. lend. 4. bleyta, óhreinindi. 5. spjót, spjótskaft.

Dögg - áfall, bleyta. Döggfall = úrkoma.

Dögun - þegar fer að daga - nýr dagur að hefjast.

Dökk.

Dökkva - dimma.


E

Ebba - kvk nafn úr dönsku. samsvarar kk nafninu Ebbi.

Edda - 1. kvk nafn. 2. langamma. 3. nafn á bókum; Snorra-Edda, Sæmundar-Edda. 4. edduborið mál, forn heiti og kenningar.

Eðaldís.

Eðja - leðja.

Eðla - dýr af ættbálki skriðdýra.

Efadís.

Efahyggja - sú heimspekiskoðun að maðurinn geti ekki vitað neitt með fullri vissu. (scepticismus)

Efasemd - efi, vafi.

Efasemi - vafi, efagirni.

Efemía - kvk nafn úr grísku Euphemia = ,góð frægð'.

Efja - 1. eðja, leðja, fen, blaut mýri. 2. fiða, glypja, e-ð laust í sér.

Efling - stuðningur, styrking.

Efnd - það að efna, standa við e-ð.

Efridís - "efri" = æðri, "dís" = gyðja.

Efrivör.

Eftirför - það að elta.

Eftirgjöf - það að gefa eftir.

Eftirherma - sá sem hermir eftir, hermikráka.

Eftirhyggja - það að vera vitur eftirá.

Eftirlíking - stæling, líking.

Eftirmynd - 1. barnið er lifandi eftirmynd föður síns = það er alveg eins og hann. 2. efitrlíking.

Eftirseta - það að sitja eftir, t.d. í skóla.

Eftirsjá - 1. eftirsjón. 2. veita eftirsjár, láta eftirmálið til sín taka.

Eftirsókn - eftirspurn, eftirgangsmunir, það að sækjast eftir e-u.

Eftirspurn - það að spyrja um e-ð, það magn vöru eða þjónustu sem kaupendur fást að á tilteknu tímabili og tilteknum stað.

Eftirtekt - athygli.

Eftirvænting - von, tilhlökkun.

Efun - efasemd, efi.

Eggjun - hvatninging, frýjun, örvun, áeggjan.

Egla - sagan af Agli Skallagrímssyni.

Egning - 1. það að beita agni. 2. það að erta eða espa e-n.

Eiðfext.

Eiðfaxa - kvenkynsmynd af nafninu Eiðfaxi.

Eiginkona - gift kona, kona e-s.

Eign - 1. það að eiga. 2. það sem menn eiga. 

Eiða - móðir.

Eik - 1. stórvaxið tré af beykiætt, eikitré. 2. káleik. 3. skip (úr eik).

Eilíf - sú sem lifir að eilífu.

Eilífð - 1. langur tími. 2. óendanlegur tími.

Eiming - 1. það að eima vökva. 2. gufuhreinsun.

Eimun - eiming, það að eima.

Eimyrja - glóðaraska, glóð.

Einangrun - 1. vandræði. 2. það að einangra; vera einangraður. 3. það að vera afskekktur.

Eindís.

Einey - "ein" = ein, "ey" = hamingja.

Einörð - 1. djarflyndur, djarfmæltur, einbeittur, hugrakkur. 2. hreinskilinn, djarfur. 3. einfaldur.

Einbeiting - það að einbeita, leggja sig allan fram við e-ð.

Eind - 1. tölueiningin einn, 1. 2. frumeind. 3. eining.

Einfeldni - grunnhyggni, heimska, grunnsæ hugsun.

Einhleypa - einhleypt byssa.

Eining - 1. einleiki. 2. samlyndi, eindrægni, einingarafl. 3. samkynja hluti af e-i heild. 4. eind, talan einn, 1.

Einokun - það að einoka = að hafa altæk einkayfirráð yfir einhverju svo að öðrum aðilum er bægt frá.

Einstefna - stefna aðeins í eina átt.

Einstök - sérstök, óvenjuleg.

Einurð - 1. það að vera einarður, djörfung. 2. trúmennska, hollusta, hreinskilni.

Einvera - 1. það að vera einn. 2. einlífi.

Eirdís - "eir" = hlífa, "dís" = gyðja.

Eirný - "eir" = hlífa, "ný" = ung.

Eisa - 1. glóandi aska, eldur. 2. sterkur hafstraumur. 3. mikið magn e-s sem stirnir á, glóir.

Eistla - tröllkonuheiti.

Eitrun - 1. það að eitra. 2. áhrif eiturs á líkamsvef.

Eiturlöpp.

Eivör.

Ekja - 1. akstur. 2. hlass. 3. ökutæki.

Ekkja - kona sem lifir mann sinn og hefur ekki gifst að nýju.

Ekla.

Ekra.

Elda.

Eldabuska - eldastúlka, sú sem eldar mat.

Eldbjörg.

Eldblesa.

Eldborg - lítið, bratt eldvarp úr hraunkleprum og með gíg í kolli.

Eldbrá.

Elddís.

Eldey -

Eldflaug - gosflaug, raketta.

Eldfluga - 1. eldflaug. 2. fljúgandi eldur, eldur sem kastað er.

Eldfrá.

Eldgjá - við gossprungu, ófyllt að gosinu loknu.

Eldglæring - 1. eldneistar í myrkri. 2. eldingar.

Eldhetta.

Eldhríð - eldhríð, kúlnaregn.

Eldhætta - brunahætta.

Eldibranda.

Elding - 1. leiftur, þrumujós, lofteldur. 2. suða, matareldun. 3. afturelding.

Eldkúla - 1. logandi hnöttur. 2. eldgígur.

Eldkvika.

Eldlilja - garðjurt af liljuætt. (Lilium bulbiferum)

Eldlína - orustu- eða átakasvæði.

Eldmolda.

Eldnös.

Eldnæm.

Eldraun - erfið þraut, þung reynsla, prófraun.

Eldrós.

Eldrún.

Eldsál.

Eldskör.

Eldsmiðja - járnsmiðja þar sem járn er hitað í eldi.

Eldsnör.

Eldsókn - það að sækja eld.

Eldspýta - eldfæri, oftast mjó spýta til að kveikja eld með.

Eldstjarna.

Eldstöð - eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið.

Eldsvala.

Eldsýn.

Eldvaka.

Eldvík.

Elektróna - rafeind.

Elfa - kvk nafn af ,álfur'.

Elfting - flokkur jurta af byrkningafylkingu.

Elín.

Elíndís.

Elísa.

Elísabet.

Elíta.

Elja - 1. dugnaður, atorka, eirð eða þolinmæði við verk. 2. erjur, deilur.

Ella.

Elli.

Ellisif - kvk nafn, forn ummyndun frá Elísabet.

Ellistoð - hjálparhella í ellinni.

Elma.

Elna.

Elsa.

Elska.

Elting - það að elta, eftirför.

Elva.

Elvíra.

Embla - goðsöguleg formóðir manna.

Emilía.

Emja - hljóða, æpa, væla, kveina.

Emma - 1. brynja. 2. stór flyðra.

Emstra.

Endaleysa - óendanleiki.

Endastöð - sú stöð sem áætlunarferð endar á.

Ending - 1. endir. 2. beygingarendir. 3. veigur; varanleiki. 4. uppfylling loforðs.

Endurbót - 1. viðgerð. 2. umbót.

Endurfæðing - það að endurfæðast.

Endurgjöf - (feedback)

Endurhæfing - það að endurhæfa, t.d. sjúkling.

Endurminning - minning, það að minnast liðins tíma. Það sem minnst er.

Endurómun - bergmál.

Endurreisn - það að reisa við, það að rísa úr rústum.

Endurtekning - það að endurtaka, það sem endurtekið er.

Engey.

Engilbjört.

Engilblíð.

Engilbrá - .

Engilfín.

Engilfríð.

Engilhæra.

Engilráð.

Engilsól.

Engjarós - jurt af rósaætt. (Comarum palustre)

Enska - ensk tunga. Tungumál Endlendinga og aðalmá Norður-Ameríku.

Epík - skáldskapur í frásagnarformi, eins og saga. Ein af þremur eðlisgreinum bókmennta.

Epla.

Erfð - 1. það að erfa. 2. arfur. 3. arfgengur eiginleiki.

Erfðaskrá - skriflegur löggerningur manns um ráðstafanir eigna hans að honum látnum.

Erfðasynd - upprunasyndin, sú synd sem mannkynið erfir frá fyrstu foreldrum.

Erfidrápa - minningarkvæði, eftirmælakvæði.

Erja - 1. plægt land. 2. starfsemi. 3. erjur, brösur, skærur, að eiga í erjum við e-n.

Erla.

Erlendína.

Ermi - sá hluti flíkur sem á að lykja utan um handlegginn.

Erna - örn, (kvenfuglinn).

Erpa.

Erta - 1. fræ ýmissa blóma af ertublómaætt. 2. að skaprauna, stríða, espa.

Erting.

Esja - leirbleyta, lausamjöll, sólbráð.

Eskimær - þerna sem varðveitir öskjur húsmóður sinnar.

Eskja - aska.

Essa.

Ester.

Eva - kvk nafn af óljósum uppruna. Ef til vill af; ,hin litfrjóa'.

Evfemía - kvk nafn úr grísku = ,góður orðstír'.

Evra.

Evrópa - ein af heimsálfunum. Norðurálfa.

Eydís.

Eyða - 1. autt bil, gloppa. 2. auð jörð.

Eyðilegging - ónýting, tortíming, stórskemmd.

Eyðimörk - 1. auðn, sandauðn. 2. eyðiskógur.

Eyðing - 1. eyðsla, það að eyða e-u. 2. eyðilegging. 3. útrýming.

Eygló - söl.

Eyja - ey. Eyjan græna, Ísland.

Eyjadís.

Eyjalín.

Eykona - Ísland, eyjan persónugerð í konumynd.

Eymd - vesaldómur, volæði, hörmung.

Eyra(r)rós - íslensk jurt með rósrauða krónu. (Chamaenerion latifolium)

Eyrarúna - sú sem talar launmál í eyru manns; unnusta eða eiginkona.

Eyrdís.

Eyrún.

Eyvör.

Eyþjóð - þjóð sem býr á eyju.


É

Élhríma.

Élhöll - himinn.


 

F

Fabúla - uppspunnin saga, lygi.

Fafla - efniskjarni ritverks.

Fagra.

Fagurklukka - garðjurt sem heitir á latínu; Campanula persicifolia.

Fagurkolla - ættkvísl plantna af fíflaætt. (Pilosella)

Fagurskel - sælindýr af báruskeljaætt. (Cardium elegantulum)

Faktúra - farmreikningur, sendur kaupanda samtímis vörunni.

Falda - höfuðbúnaður kvenna.

Fallbeyging - hneiging orða eftir föllum.

Fallbreyting - breyting sjávarfalla.

Fallbyssa - stórskotabyssa.

Fallhlíf - útbúnaður til að draga úr fallhraða úr lofti.

Fallsól - hnígandi sól.

Fallöxi - aftökutæki. Þung öxi sem heggur með eigin þunga.

Falsbjörg - svikin hjálp.

Falsetta - sérstök tegund af háum tóni, hálstónn.

Fangahjálp - aðstoð við fyrrverandi refsifanga til að koma þeim í sátt við samfélagið.

Fangbrekka - staður þar sem glímur eru þreyttar.

Fanndís.

Fanney - konunafn.

Fannfergja - mikil snjókoma, mikill snjór.

Fannkoma - snjókoma.

Fannkyngja - fannfergja; mikil snjókoma, mikill snjór.

Fantasía - ímyndunarafl, hugmyndaflug, draumórar.

Fareind - jón, jákvætt eða neikvætt hlaðin.

Farning - futningur vöru.

Farsæl.

Farsæla - gera glaðan/hamingjusaman, efla farsæld.

Farsæld - hamingja, velgengni.

Fasta - 1. það að neyta ekki matar eða drykkjar, 2. tímabilið frá öskudegi til laugardags fyrir páska.

Fastastjarna - sólstjarnan sen breytir afstöðu sinni til annarra stjarna í himinhvelfingunni svo hægt að hún virðist ekki hreyfast.

Fasteign - eign sem verður ekki hreyfð.

Fastelja - reykur, stybba af földum eldi.

Fata - skjóla, ílát undir vökva.

Fatfríður - sú sem ber vel föt.

Fatíma - heiti á yngstu dóttur Mohammed spámanns.

Fatra - skjátlast.

Faxa.

Faxadís.

Faxa-perla

Fáfnisskel 

Fágun 

Fágæt - sjaldgæf.

Fála - 1. skessa, 2. flenna, gála, léttúðar-drós, 3. stygg og rásgjörn sauðkind.

Fálkaorða - íslenskt heiðursmerki.

Fána - 1. dýraríki, 2. eitthvað stórt, 3. fáni.

Fánadís.

Fárelding - hættuleg elding.

Fáséð.

Fásinna - heimska, bjánaskapur, óvit.

Fáskrúð - skrautlaus, fákæædd, fátækleg, tilbreytingarlaus.

Fátækt - það að vera fátækur.

Feginssaga - gleðifrétt.

Fegurð - fríðleikur, það að vera fagur.

Fegurðardís.

Fegurðardrottning.

Feig.

Feigð - nálægð dauðans, yfirvofandi dauði.

Feikn - 1. undir, 2. óheill, ógn.

Feila - 1. feimni. 2. annmarki.

Feilnóta.

Feima - 1.stúlka, 2. feimni.

Feimni - óframfærni, einurðarleysi.

Feita - fita.

Felga - hjólgjörð (innan í gúmmíbarða).

Felhella - hella sem lögð er yfir falinn eld, hlóðahella.

Fella - 1. gildra, 2. samskeyti, 3. móskeri, 4. láta falla, 5. drepa.

Felling - 1. eyðilegging, hnekkir, 2. stór hrukka, 3. samskeyti á hurð, 4. það þegar efni fellur úr öðru og botnfall myndast.

Fengdís.

Fengsæl.

Fenja - 1. tröllkona; stórvaxinn kvenmaður, 2. gáskafull, gangmikil kona, 3. stygg og rásgjörn kind. 4. ör.

Fenna - 1. harðfrosin fönn, 2. snjóa.

Ferð - 1. för/ferðalag, 2. hraði, 3. víma af völdum eiturlyfja, 4. flokkur manna, 5. felling/hrukka.

Ferðaleysa - fýluferð.

Fergja - pressa, þrýsta saman, setja farg á eitthvað.

Ferhenda - ferkvæð vísa með stuttum vísuorðum.

Ferja - 1. bátur, 2. réttur til flutnings yfir vatnsfall, 3. staður þar sem flutt er yfir vatnsfall.

Fermíla - svæði að flatarmáli jafnt ferningi sem er míla á hvern veg.

Ferming - 1. það að koma fyrir farmi í farartæki, 2. trúarleg athöfn.

Fermsla - ferming (það að koma fyrir farmi í farartæki).

Ferna - kassalaga ílát, t.d. mjólkurferna.

Fernd - fernt, fjórir af einhverju.

Ferskeytla - vísa með fjórum stuttum braglínum.

Ferskja - ávöxtur sérstaks aldintrés. (Prunus persica)

Ferstikla - 1. skjólgarður (fyrir útigangspening). 2. samhenda (bragarháttur).

Fertug - 40 ára.

Ferund - tónbil sem nær yfir fjóra tóna að báðum meðtöldun.

Festa - 1. að festa eitthvað (setja fast), 2. staðfeta með loforðum, heita, lofa, handsala.

Festi - 1. keðja, hlekkjafesti, 2. sjálfhelda.

Festing - 1. það að festa eitthvað, 2. það sem e-ð er fest með, 3. himinhvel.

Fetta - reigja, glenna, gretta: - sig.

Feyskja - fúin spýta.

Fédugga - sælindýr af toppuætt. (Gibbula tumida)

Féhirsla - 1. geymslustaður fjár, 2. fjársjóður.

Félagseign - sameiginleg eign, eign félags.

Félagsvera - vera sem þrífst best í félagsskap við aðra.

Féskyggna - níska.

Fésæla - lán í fjármálum, auður.

Féþúfa.

Fiða - 1. þunnur dúkur eða flík (sængurfiða = þunn sæng). 2. brennisteinstegund, laus og létt í sér.

Fiðla - 1. hljóðfæri. 2. slitin skeifa.

Fila - 1. samloðandi, greið ull. 2. ábreiða, grisjótt teppi. 3. reiðingsdýna.

Fild - ný ull undir hinni gömlu: það var góð fild í ánni.

Filing - fild.

Filma - 1. ræma til að taka á myndir með myndavél. 2. kvikmynd. 3. örþunnt plast (til innpökkunnar).

Filippía.

Filma.

Fim.

Fimi - fimleiki, lipurð.

Fimma - talan 5 (t.d. í spilum).

Fimmt - talan 5.

Fimmund - tónbil sem nær yfir fimm tóna að báðum meðtöldum.

Fingurbjörg - 1. hetta til verndar fingurgómi. 2. ættkvísl plantna af grímublómaætt (Digitalis).

Finna - kvk nafn sem svarar til kk nafnsins; Finnur.

Finnmörk - fylki í Norður-Noregi.

Firming - ferming.

Firra - fjarstæða, vitleysa.

Firring - það að fjarlægjast e-ð.

Fía - hata, fjá.

Fífa - 1. ættkvísl plantna af hálfgrasaætt (Eriophorum). 2. ör, píla.

Fífilbrá.

Fífldirfska - óráðlegt hugrekki, ofdirfska.

Fíflska - heimska, bjánaskapur.

Fífuskotta.

Fígúra - 1. fáránleg/skopleg mynd, kjánaleg persóna. 2. form, skáldleg mynd.

Fíkja - ávöxtur fíkjutrés.

Fíkn - áköf löngun, fýsn, girnd.

Fín.

Fjaðurtá.

Fjallabrúða - smávaxin fjallaplanta (Diapensia lapponica).

Fjalladepla - planta sem nefnist á latínu Veronica Alpina.

Fjalladís.

Fjalladrottning - 1. fjallkonan, Ísland. 2. smávaxin garðjurt af hjartagrasætt (Dianthus alpinus).

Fjallafjóla - garðjurt með blá blóm (Viola cornuta).

Fjallalilja - garðjurt sem heitir á latínu; Crocus imperati.

Fjallalæða - létt þoka í fjallshlíðum.

Fjallanóra - jurt sem heitir á latínu; Minuartia biflora.

Fjallanótt.

Fjallarós - þyrnirós.

Fjallasól - garðjurt af draumsóleyjarætt (Papaver alpinum).

Fjallasóley - jöklasóley.

Fjallfríður.

Fjallhæra - planta af sefætt (Luzula arcuata).

Fjallkona - fjalladrotning, persónugert tákn Íslands.

Fjandafæla - 1) verndari, ehv sem fælir burt fjanda. 2) jurt; Omalotheca norvegica.

Fjara - 1. það þegar lágsjávað er. 2. sjávarmál (mjó eða grýtt).

Fjarlægð.

Fjarstæða - vitleysa, ósennileiki, þversögn.

Fjarsýn.

Fjarvera - fjarvist, burtvera.

Fjárfesting - 1. það er festa fé í einhverju (fjárfesta). 2. arðvænleg störf.

Fjárhæð - upphæð í peningum.

Fjóla - 1. ættkvísl jurta (Viola). 2. kvk sérnafnið Fjóla.

Fjósa.

Fjöður - 1. fuglsfjöður. 2. stálgormur. 3. sérstakt fjármark.

Fjöl - 1. löng, flöt og þunn spýta. 2. bátur.

Fjölbreytni - það að vera fjölbreyttur.

Fjöllynd - marglynd, lauslynd.

Fjölva.

Fjördís.

Fjörgyn - jörðin.

Fjörk - fjarki.

Fjörleyf.

Fjörug.

Flaga - 1. þunnt brýni. 2. flöt mýri. 3. lágt og lítið sker.

Flambra - 1. masa við. 2. flækjast um.

Flasa - 1. skóf í hári. 2.veila, rifa. 3. helluflís.

Flaska - ílát með sérstöku lagi til að geyma vökva í.

Flatafold - slétta.

Flatneskja - 1. flatt landsvæði. 2. e-ð rislágt, lítilsilgt.

Flatskeifa - skaflalaus skeifa.

Flaug.

Flaumósa.

Flauta - 1. blístra til að gefa hljóðmerki. 2. sérstakt blásturshljóðfæri.

Flebba - glyðra.

Fleða - 1. grunn skeið eða skál. 2. smjaður, skjall.

Flegða - tröllkona.

Fleiðra - brjósthimna.

Fleirtala - sú beygingarmynd orðs sem sýnir að átt er við fleiri en einn.

Flekána - flekon, flekóna.

Flekka - 1. hörundsblettur, frekna. 2. ullarflík höfð innan undir brynju til að mýkra sé að bera hana. 3. sérstakt kartöfluafbrigði. 4. sérnafnið Flekka; heiti á flekkóttri skepnu.

Flekóna - léttúðug kona, glyðra, óhemja, fyrirferðamikil og skerjuleg stelpa.

Flembra - flumbra, skráma.

Flenja - 1. stór skata. 2. stórvaxin kona.

Flenna - stygg ær, gála; léttúðardrós.

Flennigerður - flasfengin kona.

Flensa - kvefpest, inflúensa.

Flesja - lág slétta.

Fletta - flaga, fló, lag.

Fleygiferð - ofsahraði.

Fleygrún - leturgerð notuð af Súmerum og fleiri menningarþjóðum Litlu-Asíu frá því um 2900 f. Kr.

Fleyta - lítill bátur.

Fleyting - það að fleyta e-u, fleyta ofan af e-u.

Flétta - 1. brugðningur, fléttingur: greiða hár í fléttur. 2. atburðarás sögu í tímaröð, tengd tilteknum einstaklingum á tilteknum stað og tíma. 3. flokkur þelinga, sambýli sveppa og þörunga, skófir.

Fliða - þunnt og flatt, grunnt ílát, trog, fleða.

Fliðra - leppur úr vaðmálsafgöngum.

Flika - 1. trefill. 2. slitin ábreiða eða reiðingstorfa. 3. e-ð druslu- eða flysjukennt.

Flikka - 1. stúlka, tökuorð úr sænsku. 2. að lagfæra útlit e-s.

Flikra - 1. mislitur blettur. 2. þunn og slitin spjör.

Flimska - háðkveðskapur.

Flimting - slúður, grínast með e-ð, sögusagnir.

Flík - spjör; klæðnaður.

Flípa - sár.

Flíra - 1. sá sem er gælinn eða smeðjulegur. 2. ft flírur = gælur.

Flís - 1. mjór oddlaga flaski, t.d. úr tré eða málmi. 2. þunn plata til að þekja e-ð.

Fljóð - kona.

Fljót.

Flotta.

Fló - ættbálkur skordýra, sníkill á flestum dýrum með heitu blóði.

Flóðbylgja - risaalda sem gengur hátt á land upp.

Flóðlilja - lágvaxin, blaðþykk jurt af liljuætt (Haworthia).

Flóra.

Fluga - 1. ættbálkur tvívængjaðra skordýra. 2. agn notað til fiskveiða. 3. hugmynd; að fá flugu í höfuðið.

Flugfjöður.

Flugfreyja - þjónustustúlka, þerna sem vinnur í flugvél.

Flugsvinn.

Flugsýn.

Flugsæl.

Flugvör.

Flumbra - 1. skeina, skráma. 2. fljótfær maður, kjaftaskjóða.

Fluska - afrifið stykki, pjatla.

Flúð.

Flyðra - 1. fiskur af sprökuættkvísl (Hippoglossus vulgaris), stórlúða; flyðruætt (Pleuronectidae). 2. fjöl í skjágluggagrind. 3. glyðra, skækja.

Flygsa - tætla; snjóflyksa.

Flyksa - tætla; snjóflyksa.

Flýting - hröðun.

Flýtni - hröðun.

Flæja - mýrarfen, kelda.

Flækja - 1. flókið band. 2. ættkvísl plantna af ertublómaætt (Vicia); umfeðmingsgras. 3. taugaflækja. 4. flókin tengsl aðstæðna eða atburða í skáldsögu eða öðru bókmenntaverki (complicatio).

Flæmska - tungumál Flæmingja.

Flæsa - dálítill (skammvinnur) heyþurrkur.

Flökun - það að flaka fisk.

Flös - lágt, flatt sker, flæðitangi.

Fnös - nasablæst, nasavængur.

Fold - 1. jörð, frón, land. 2. mosalág; harðvelli, gróðurlitlir ásar.

Folda.

Foldála.

Folddís.

Fonta - kvenkynsmynd nafnsins Fontur; ker (á stalli), skírnarfontur.

Forátta - 1. galli, löstur. 2. harka, vonska (í veðri).

Fordjörfun - eyðilegging, spilling.

Fordæða - galdranorn.

Fordæming - útskúfun, fyrirlitning.

Forðagæsla - eftirlit með vetrarforða, heybirgðum.

Forgjöf - fyrirfram hlunnindi, forskot, hagstæðari staða, veitt áður en leikur hefst.

Forhönd - slá út fyrsta spili eftir gjöf.

Forkunn - snilld, afar góður, mjög fagur.

Formúla.

Forsaga - 1. saga af tildrögum e-s. 2. tímabil mannkynssögunnar fram að því er ritöld (sagnritun) hefst.

Forsending - lífshættuleg sendiför.

Forsíða - fyrsta síða (dagblaðs).

Forsjá - 1. varfærni, forsjálni. 2. forsjón, fyrirsjá, fyrirhyggja.

Forsjón - fyrirhyggja; forsjá æðri máttarvalda.

Forsæla.

Fortíð - liðin tíð.

Forvitni.

Forysta - forusta.

Fossbrún.

Fóa - tófa.

Fóella - hávella.

Fólska - fantaháttur, harðleikni, fautaskapur, heimska, flónsleg reiði.

Fóna - smágjöf, mikið af e-u.

Fóra - herklæði.

Fórn.

Fóstra - 1. fósturmóðir. 2. barnfóstra. 3. fósturdóttir. 4. tæki (vél) sem fóstrar upp hænuunga.

Fótfesta - staður sem maður getur stigið, tyllt fæti á. "að ná fótfestu í lífinu" = að finna sér eitthvað til að lifa fyrir.

Fótfrá.

Fóthvöt.

Fótósella - ljósnemi, rafauga.

Fóvella - fóerla, hávella.

Framadís.

Frambúð - ending, framtíðarnot.

Framfærsla - það sem þarf til lífsviðurværis.

Framför - þroski, vöxtur, bót, umbætur.

Framganga - framkoma, frammistaða.

Framkoma - hegðun, framferði.

Framkvæmd - 1) framtak, dugur. 2) frami. 3) það að framkvæma verk.

Framköllun - það að framkalla.

Frammistaða - framganga, það hvernig einhver stendur sig.

Frammlöpp.

Framrás.

Framsókn.

Framsýn.

Framtíð.

Frá.

Fráhenda - skáhenda, ferkvæður rímnaháttur.

Fregn.

Freisting - það að e-ð (e-r) freistar manns til e-s.

Freistni - það að verða fyrir freistingum.

Frekja - 1. ákafi, yfirgangur, ósvífni. 2. græðgi. 3. gróft brýni.

Frekna.

Frelsun.

Fremd - frami, vegsauki.

Frenja - óhemja, óstýrilát.

Freydís.

Freyfaxa.

Freyja.

Freyjubrá - jurt sem nefnist á latínu Leucanthemum vulgare.

Freyþóra.

Frétt.

Friðdís.

Friðdóra.

Friðfinna.

Friðmey.

Friðný.

Friðrikka.

Friðsemd.

Friðsæl.

Friðsæld.

Frigg.

Frikka.

Frilla.

Fríða.

Frísk.

Fríska.

Froða.

Frostmóða.

Frostrós.

Fróðný.

Fruma.

Frunsa.

Frú.

Frægð.

Frækni.

Frænka.

Fræva.

Fröken.

Frökk.

Fulla.

Fura.

Furða.

Fúga.

Fúl.

Fúlga.

Fylgja.

Fylking.

Fylling.

Fyndni.

Fyrirhöfn.

Fyrirlitning.

Fyrning.

Fýsn.

Föl.

Fölrós.

Fölskva - kvenmynd nafnsins Fölskvi; 1. kulnuð glóð, eimyrja; asa sem heldur mynd hins brunna. 2. hismi, afrakstur af túni.

Fölva - kvenmynd nafnsins Fölvi; 1. fölur litur, hvíti. 2. síðslægja.

Fönn.

För - 1. hreyfing, 2. það að vera fluttur / flutningur, 3. farangur, 4. bátur/skip, 5. spor, merki, slóð, 7. hátterni.

Förul - flakkfengin, gjörn á að ferðast.


 

G

Gabríela.

Gadda.

Gaja.

Galdrablesa.

Galdradís.

Galdrakerling.

Galdranorn.

Galdrasnót.

Galeiða.

Galsína.

Galvösk.

Gambra.

Gamla.

Gandála.

Gangskör.

Gardína.

Garðabrúða - jurt sem nefnist á latínu Valeriana officinalis.

Garún.

Gasella.

Gassa.

Gata.

Gauja - kvk gælunefni.

Gaupa - stórt, rófustutt rándýr af kattaætt.

Gáfa.

Gála.

Gára.

Gás - gæs.

Gáska.

Gáskadís.

Gát.

Gáta.

Gátt.

Gedda.

Geðprýði.

Gefja.

Gefjun - ein af ásynjum.

Geggjun.

Geimflaug.

Geira.

Geirlaug.

Geirþrúður.

Geisa.

Gelgja.

Gella.

Gerða.

Gerður.

Gerjun.

Gerpla.

Gersemi.

Gígja.

Gína.

Gjá.

Gjálp.

Gjóla.

Gjósta.

Gjöf.

Gjöll.

Glaðmjöll.

Gláma.

Gleði.

Glenna.

Gletta.

Gleym-mér-ei - blóm sem nefnist á latínu Myosotis Arvensis.

Glitrós - rósartegund sem heitir á latínu Rosa dumalis.

Glíma.

Gloría.

Glóa.

Glóbrún.

Glódís.

Glóð.

Glókolla.

Glósokka.

Glúma.

Glyðra.

Glyrna.

Glytja.

Glýja.

Glæða.

Glæsa.

Glæra.

Glæring.

Glæst.

Glæta.

Glöð.

Glötun.

Gná.

Gneista.

Gnípa.

Gnótt.

Gnægð.

Goðadís.

Goðgá.

Goðgrá.

Gola.

Golsa.

Gomma.

Góa.

Grafík.

Grandvör.

Grá.

Gráblesa.

Grábrá.

Grábrók.

Grábrúnka.

Grádís.

Grádögg.

Gráða.

Gráfaxa.

Gráfíkja.

Gráfóta.

Grágás.

Grágæs.

Gráhatta.

Gráhella.

Gráhetta.

Gráhildur.

Grákolla.

Grálotta.

Gráma.

Grámána.

Grámósa.

Grána.

Gránös.

Grása.

Grásíða.

Gráska.

Gráskinna.

Gráskjóna.

Gráskotta.

Grásleppa.

Grásokka.

Grástjarna.

Grátoppa.

Gráyrpa.

Greiðsla.

Greifynja.

Grein.

Greip.

Gremja.

Gretta.

Grettla.

Gréta.

Gribba.

Grimmhildur.

Grisja.

Gríður.

Gríma.

Grímhildur.

Grímlaug.

Grímsa.

Grímsey.

Grobba.

Gróska.

Grótta.

Grund.

Grús.

Grýla.

Grýta.

Gröf.

Gröm.

Grön.

Gudda.

Guðbjörg.

Guðdís.

Guðfinna.

Guðjóna.

Guðlaug.

Guðný.

Guðríður.

Guðrún.

Guðsgjöf.

Gufa.

Gugga.

Gul.

Gula.

Gulkolla.

Gulla.

Gullbera.

Gullbjörg.

Gullblesa.

Gullborg.

Gullbrá.

Gulldís.

Gullfaxa.

Gullfríð.

Gullhetta.

Gullinblesa.

Gullinbrá.

Gullinstjarna.

Gullintá.

Gullinjörp.

Gullkolla.

Gulllokka.

Gullnæla.

Gullnös.

Gullrönd.

Gullskjóna.

Gullsokka.

Gullsól.

Gullstjarna.

Gulltá.

Gulltoppa.

Gullveig.

Gullvör.

Gunga.

Gunna.

Gunnbjörg.

Gunndís.

Gunnfríð.

Gunnfríður.

Gunnhildur.

Gunnlöð.

Gunnsa.

Gunnur.

Gunnvör.

Gura.

Gusa.

Gúa.

Gústa.

Gvendólína.

Gyða.

Gyðja.

Gylfaginning.

Gylling.

Gylta.

Gýgja.

Gýma.

Gýpa.

Gæfa.

Gæflynd.

Gæla.

Gæra.

Gæs.

Gæska.

Gæsla.

Göldrun.


 

H

Hadda.

Haddí.

Hafdís.

Haffa.

Hafliða.

Haflína.

Hafmey.

Hafmeyja.

Hafrós.

Hafrún.

Hagalína.

Hagamús.

Hagla - dregið af hagl sem er; 1. harðfrosin snjókorn. 2. lítil blýkúla, haglaskot. 3. einn dropi mjólkur. 4. tár.

Hagsýn - sú sem ver fjármunum sínum skynsamlega. Hún er glöggskyggn á hag sinn.

Hagsæld - velmegun.

Haka - fremsti hluti neðri kjálkans, einkum á mönnum.

Halakarta - ungfroskur.

Halastjarna - stjarna sem fer sporbaug um sólu og hefur lýsandi hala.

Halla.

Hallbera.

Hallbjörg.

Hallbrók.

Halldís.

Halldóra.

Hallfríður.

Hallgerður.

Hallveig.

Hamingja.

Hamraborg.

Hamradís.

Hanna.

Hanný.

Hansína.

Happadís.

Happastjarna.

Happaþrenna.

Harka.

Harpa.

Hatta.

Haukalína.

Hausa.

Hausta.

Haustdís.

Haustnótt.

Haustrós.

Haustsól.

Háborg.

Hádís.

Háðung.

Háey.

Háfeta.

Háfóta.

Háfætt.

Hála.

Háleit.

Hálf.

Hálfa.

Hálfblesa.

Hálsa.

Hálöpp.

Hánótt.

Hásokka.

Hásól.

Háspenna.

Hástika.

Hástíg.

Hátign.

Hátíð.

Hávella.

Hávör.

Heba.

Hefð.

Hefðarfrú.

Hefnd.

Hegla.

Hegra.

Heiða.

Heiðadís.

Heiðbjört.

Heiðbrá.

Heiðdís.

Heiði.

Heiðmörk.

Heiðna.

Heiðrós.

Heiðrún.

Heiður.

Heiðveig.

Heild.

Heilla.

Heilladís.

Heimaey.

Heimild.

Heimilisprýði.

Heimskringla.

Heimting.

Heimþrá.

Hekla.

Heldís.

Helena.

Helga.

Helgey.

Helja.

Hella.

Helma.

Hema.

Hemja.

Hemla.

Hempa.

Hending.

Heppni.

Hera.

Herborg.

Herbrá.

Herdís.

Hermína.

Herríður.

Hersing.

Herská.

Herta.

Herva.

Herhvöt.

Hervör.

Herör.

Hespa.

Hetja.

Hetta.

Héla.

Hilda.

Hildigunnur.

Hildisif.

Hildur.

Hilling - blekking, tál.

Himna.

Himnasending.

Hind.

Historía - 1. saga. 2. text helgrar bókar.

Hirðing - það að hirða, umönnun.

Hittni - 1. það að vera hæfinn, markvís. 2. heppni: heppileg tilviljun.

Híma.

Hít.

Hjaltey.

Hjara.

Hjartadrottning.

Hjartagná.

Hjálma.

Hjálmfríður.

Hjálp.

Hjátrú.

Hjödda.

Hjör.

Hjördís.

Hjörð.

Hjörný.

Hjötra.

Hlaða.

Hlaðgerður.

Hláka.

Hlein - 1. klöpp (í flæðarmáli). 2. hvíld í ró og næði. 3. stoð, stólpi í vefstað.

Hlédís.

Hlíð.

Hlíf.

Hlín.

Hlít.

Hljóðalda.

Hljóðlát.

Hljómalind.

Hljómdís.

Hljómlist.

Hlóa.

Hlóra.

Hlussa.

Hlust.

Hlykkja.

Hlý.

Hlýja.

Hlýra.

Hlökk.

Hnalla.

Hnallþóra.

Hnáta.

Hneisa - smán, svívirða.

Hneppa - kreppa, skyrbjúgur.

Hneta.

Hnísa.

Hnjáta - hnáta, hnellin telpa.

Hnokkadís.

Hnota.

Hnyðja - 1. kvistótt rót, drumbur; trékylfa, sleggja. 2. trébútur festur á mannýg naut. 3. lágvaxinn, gildur kvenmaður. 4. uppmjótt ker.

Hnyðra - 1. hnoðri. 2. ullavöndull í eina kembu. 3. lágvaxinn, gildur kvenmaður.

Hnýsa.

Hofdís.

Hofgyðja - kvenprestur í hofi eða musteri.

Holtasóley.

Hosa.

Hófadís.

Hófdís.

Hóffjöður.

Hófí.

Hófsóley.

Hólmdís.

Hólmfríður.

Hólmganga.

Hósíanna.

Hrafna.

Hrafnaklukka - jurt sem nefnist á latínu Cardamine nymanii.

Hrafnadís.

Hrafnagjá.

Hrafnagusa.

Hrafnakló.

Hrafnaklukka.

Hrafnaspá.

Hrafndís.

Hrafney.

Hrafnfaxa.

Hrafnhetta.

Hrafnhildur.

Hrafnkatla.

Hrafnsey.

Hrafnstjarna.

Hrafnsvala.

Hrafntinna.

Hrafnvör.

Hrauna - kvenkynsmynd af nafninu Hraunar.

Hraunborg.

Hraundís.

Hrauney.

Hraunvör.

Hreða - 1. deila, ófriður, árekstur. 2. hryðja, hret. 3. fuglahræða.

Hrefna.

Hreggnös - kvenkynsmynd af hreggnasi/-nesi, sem er tangi sem gengur út í sjó eða vatnsfall.

Hreindís.

Hrelling.

Hremming.

Hremmsa.

Hressing.

Hreyfing.

Hreykni.

Hrifning.

Hrina.

Hringbrá.

Hringey.

Hringhenda.

Hringhetta.

Hringiða.

Hringja.

Hringstjarna.

Hríð.

Hrífa.

Hríma.

Hrímblesa.

Hrímdís.

Hrímdögg.

Hrímey.

Hrímfaxa.

Hrímhildur.

Hrímkatla.

Hrímkolla.

Hrímstjarna.

Hrísey.

Hrísla - lítið greinótt tré.

Hrota.

Hróðbjörg.

Hróðbjört.

Hróðný.

Hróðvör.

Hrukka.

Hrund.

Hryðja.

Hryggð.

Hrönn.

Hugbjört.

Hugdetta.

Hugdirfð.

Hugdís.

Hugdjörf.

Huggun.

Hugleiðing.

Hugljúf.

Hugmynd.

Hugprúð.

Hugrenning.

Hugrún.

Hugrökk.

Hugsjón.

Hugsun.

Hugsýn.

Hula.

Huld.

Hulda.

Huldís.

Huldumey.

Huldumær.

Huppa.

Húfa.

Húnadís.

Húnarós.

Húnavík.

Hvatning.

Hvelfing.

Hvelja.

Hvellhetta.

Hverna.

Hvesta.

Hviða.

Hvíld.

Hvít.

Hvítanös.

Hvítarós.

Hvítasunna.

Hvítgrána.

Hvönn.

Hvöss.

Hvöt.

Hyggð.

Hylling.

Hyrja.

Hyrna.

Hýra.

Hæglát.

Hæna.

Hæra.

Hæsa.

Hætta.

Höð.

Höfða.

Höfn.

Höfnun.

Högna.

Höll.

Hölt.

Höm.

Hönk.

Hörmung.

Hörn.

Höska.

Höst.


 

I

Iða.

Iðja.

Iðrunn.

Iðunn.

Ilma.

Imba.

Indía.

Inga.

Ingibjörg.

Ingiborg.

Ingileif.

Ingiríður.

Ingunn.

Ingveldur.

Irja.

Irma.

Irpa.


Í

Íma.

Ímynd.

Ína.

Íris.

Ísabella.

Ísafold.

Ísaþöll.

Ísbjörg.

Ísblesa.

Ísborg.

Ísbrá.

Ísdrottning.

Ísey.

Ísfold.

Ísing.

Ísgerður.

Ísglæta.

Íshella.

Íshildur.

Ísold.

Ísól.

Ísrún.

Ísstjarna.

Íssól.

Ísöld.

Ísönd.

Íviðja.

Íþaka.

Íþrótt.


J

Jafna.

Jakobína.

Jalda.

Jana.

Jara.

Jarlhetta.

Jarpblesa.

Jarphetta.

Jarpkolla.

Jarpskjóna.

Jarpsokka.

Jarpstjarna.

Jarptoppa.

Jarþrúður.

Jata.

Jatla.

Járnbrá.

Járnfríður.

Járnfrú.

Járngerður.

Járning.

Járnsíða.

Játning.

Jenna.

Jenný.

Jensína.

Jobba.

Jóa.

Jódís.

Jófríður.

Jóga.

Jóhanna.

Jóladís.

Jóna.

Jónasína.

Jóndís.

Jóney.

Jónína.

Jónsmessa.

Jónsmessunótt.

Jóra.

Jórunn.

Jósa.

Jósefína.

Júdit.

Júlía.

Júlíana.

Júlla.

Júlídís.

Júlísól.

Júlístjarna.

Júnídís.

Júnísól.

Júnístjarna.

Jökla.

Jökladís.

Jöklaklukka - planta sem ber latneska heitið Cardamine bellidifolia.

Jöklasóley - planta sem ber latneska heitið Ranunculus glacialis.

Jökuldís.

Jökulrós.

Jörð.

Jörfagleði.

Jörp.


 

K

Kamilla - planta af baldursbrárættkvísl sem ber latneska heitið Matricaria chamomilla.

Kamína - arinn, eldstæði upp við vegg innanhúss.

Kanína.

Kantata - meiri háttar tónverk, ætlað til söngs við hljóðfæraundirleik.

Kapella.

Kanóna.

Kara.

Karen.

Karína.

Karítas.

Karlotta.

Karmen.

Karólína.

Karta.

Kasía.

Kasína.

Kastanía.

Kata.

Katarína.

Katla.

Katrín.

Kápa.

Kát.

Kátína.

Keðja.

Keila.

Keisaraynja.

Kela.

Kelda.

Kella.

Kemba.

Kempa.

Kengála.

Kenja.

Kenning.

Kergja.

Kerla.

Kerling.

Kerra.

Keta.

Ketilríður.

Kibba.

Kidda.

Kiddý.

Kiða.

Kilja.

Kinn.

Kinna.

Kisa.

Kista.

Kímni.

Kjamma.

Kjarabót.

Kjarnadís.

Kjarnbrá.

Kjarndís.

Kjarnorka.

Kjarnveig.

Kjarvöl.

Kjúka.

Kjördís.

Klara.

Klassík.

Klauf.

Klaufsk.

Kleif.

Kleina.

Klementína.

Klemma.

Kleópatra.

Klessa.

Klessunös.

Kletta.

Klettabrún.

Klettadrottning.

Klettafrú - jurt sem nefnist á latínu Saxifraga cotyledon.

Klifa.

Klípa.

Kló.

Klóa.

Klók.

Klónun.

Klóra.

Klukka.

Klúka - 1. hrúga, lítill heybólstur. 2. hnakkur, hnakkpúta.

Klökk.

Klöpp.

Kná - rösk, vösk, sterk.

Kneif.

Knörr.

Kobba.

Kokka.

Kola.

Kolbjörg.

Kolbleik.

Kolbrá.

Kolbrún.

Koldís.

Koley.

Kolfaxa.

Kolfinna.

Kolfreyja.

Kolfríður.

Kolgerður.

Kolglitra.

Kolgrá.

Kolgrána.

Kolgríma.

Kolhríma.

Kolka.

Kolla.

Kollgáta.

Kollhetta.

Kollhúfa.

Kollý.

Kolný.

Kolrassa.

Kolrós.

Kolskinna.

Kolskjóna.

Kolskör.

Kolstjarna.

Kolsvana.

Kolsvört.

Koltinna.

Kolubleik.

Kolvör.

Kolþerna.

Kolþrá.

Komma.

Kompa.

Kona.

Konný.

Koparlokka.

Korka.

Korpa.

Korra.

Kosning - það að kjósa, val.

Kota.

Kotra.

Kólga.

Kómedía - gleðileikur, skopleikur.

Kómeta - halastjarna.

Kónguló - köngulló, ættbálkur áttfætlna (Araneïda).

Kórína.

Kóróna.

Kórund.

Kórvilla - stórkostleg villa, höfuðvilla.

Krafa - heimting, það að krefjast.

Krafla.

Kraka.

Krá.

Kráka.

Krás.

Kreppa.

Kringla.

Krissa.

Krista.

Kristín.

Kría.

Krít.

Krossa.

Krossbrá.

Krossferð - 1. herför kristinna manna til landsins helga til að frelsa það undan 'heiðingjum'. 2. (trúar)ofstækisfull barátta fyrir 'heilögu' málefni.

Krossfesting - það að krossfesta.

Krossför - 1. krossferð. 2. pílagrímsferð að krossi sem gerir kraftaverð. 3. sendiför með kross til orðsendingar.

Krossgáta - sérstök gerð af gátum þar sem fylla skal með orðum út í láréttar og lóðréttar (reita)línur.

Krosshvelja - hveljuættkvísl (Staurophora).

Króna.

Krukka.

Krulla.

Krumla.

Krumma.

Krummabrún.

Krummadís.

Krummatá.

Krumpa.

Krúna.

Krús.

Kryppa.

Krækja.

Krækla.

Kræsing.

Kubba.

Kula.

Kurta - smáögn, lítil skepna, stelpuhnyðra.

Kurteisi - hæverska, hógværð, siðprýði.

Kusa - kýr (gæluheiti).

Kúða - lítil hnellin ær.

Kúfa - dökkur litur á höfði og hálsi skepna (einkum hesta) sem eru að öðru leyti ljósar.

Kúla.

Kúlda - 1. önuglyndi. 2. deyfð. 3. steinbítshaus.

Kúnst.

Kúpa.

Kveðja.

Kveikja.

Kveisa.

Kverk.

Kviða - (langt) kvæði sögulegs efnis.

Kvik.

Kvika.

Kvista.

Kvísl - 1. grein eða álma af e-u. 2. forkur, gaffall: heykvísl. 3. lækur, lítil á.

Kvos - dæld, dalverpi, þröngur bolli í landslagi, fjalli, hlíð.

Kvöð - 1. kvaðning. 2. byrði.

Kvöl.

Kvölddögg.

Kvöldsól.

Kvöldvaka.

Kvörn.

Kylfa.

Kylja.

Kynning.

Kyppa - ker, kirna.

Kyrrð.

Kyrja - stytting á valkyrja.

Kyrramóða - hæglæti, hugarró.

Kæla - 1. svali, svalt veður, kuldakast. 2. kali, óvild.

Kæling - það að kæla e-ð.

Kæn - klók, slyng, ráðsnjöll.

Kæna - 1. lítill bátur. 2. austurtrog. 3. brunnausa.

Kænska - klókindi, ráðsnilld.

Kæra.

Kæti.

Köllun - áköf þörf, kvöð, hlutverk, löngun.

Könnun - það að kanna, rannsaka.

Kör - ullarkambur.

Kös - hrúga, haugur, þyrping.


L

Lafði.

Lamba.

Landey.

Landsýn.

Langalöpp.

Langbrók.

Lappa.

Latína.

Laufa.

Laufadrottning.

Laufey.

Laug.

Lauga.

Laugadís.

Lausn.

Laut.

Lágfóta.

Lára.

Leðurblaka.

Lega.

Leiðni.

Leiftrun.

Leiklist.

Leikni.

Leira.

Leirblesa.

Leista.

Leitun.

Lena.

Lend.

Lending.

Lengja.

Lensa.

Lexía.

Leynd.

Leysing.

Létt.

Léttbrún.

Léttfeta.

Léttlynd.

Léttstíg.

Léttúð.

Lifra.

Lifun.

Lilja.

Liljurós.

Lilla.

Lillý.

Limra.

Lind.

Linda.

Linsa.

Lipurð.

Lipurtá.

List.

Litbjört.

Litbrá.

Litfagra.

Litfara.

Litfríð.

Litla.

Litrík.

Líf.

Lífdís.

Lífsvon.

Líking.

Lína.

Líneik.

Líney.

Líra.

Lísa.

Lísbet.

Ljóma.

Ljómalind.

Ljónslöpp.

Ljóra.

Ljósa.

Ljósablesa.

Ljósadís.

Ljósalöpp.

Ljósanös.

Ljósaskjóna.

Ljósblesa.

Ljósbrá.

Ljósdís.

Ljósfríð.

Ljóska.

Ljóskolla.

Ljósleit.

Ljóslöpp.

Ljósmey.

Ljósskjóna.

Ljóssokka.

Ljósstjarna.

Ljóstoppa.

Ljósvaka.

Ljót.

Ljótunn.

Ljúf.

Ljúfa.

Loðbrók.

Loðna.

Loga.

Logadís.

Loka.

Lokkadís.

Lokkaprúð.

Lokkaprýði.

Lolla.

Lonta - 1. bleikja, branda, lækjarsilungur. 2. silakeppur; sá sem er aumingjalegur í útliti.

Loppa - 1. löpp, krumla. 2. það að vera loppinn (kaldur á höndum eða kraftalítill).

Lota.

Lotning.

Lotta.

Lovísa.

Ló - Lóa.

Lóa.

Lubba.

Lufsa.

Lukka.

Lukkudís.

Lukkusnælda.

Lukkustjarna.

Lukt.

Lumma.

Lund.

Lúða.

Lúka.

Lúlla.

Lúna.

Lúpa.

Lúpína.

Lúsía.

Lúta.

Lydía.

Lyfta.

Lyfting.

Lygna.

Lykkja.

Lyngey.

Lyppa - lopi, ullarkemba, lyppuð ull.

Lýsa - 1. ljómi, skin, ljómandi hlutur. 2. mjólkurmatur, mjólkurbland. 3. fita, fituögn í kjöti.

Lýsing.

Læða.

Lækjadepla - planta sem nefnist á latínu Veronica serphyllifolia.

Lækjardís.

Löð - járnfleinn með götum sem naglar eru mótaðir í.

Lögg.

Löngun.

Löpp.

Löt.


M

Maddama - prestskona, hefðarfrú.

Maddý.

Madonna.

Maðra.

Magda.

Magdalena - kvk nafn úr grísku og merkir turn.

Magga.

Maggí.

Maggý.

Magna - kvk nafn úr latínu. Kvenmynd af Magnús; mikill.

Magnea - kvk nafn, tengt Magnús.

Magnhetta.

Magnhildur.

Magnúsína.

Magný.

Magra.

Maídís.

Maírós.

Maísól.

Maístjarna.

Malla - gælunafn eða stuttnefni. T.d. af Magdalena.

Mallý.

Mandla.

Manga - 1. gælunafn eða stuttnefni, oftast stytting á Margrét. 2. eins konar vígvél, valslöngva.

Mannadís.

Mannfríður.

Mannúð - mildi, góðleikur, miskunnsemi.

Mappa - stinnt umslag.

Mara - óvættur sem ætlað var að træði á fólki eða þjarmaði að því í svefni; martröð.

Mardöll - 1. Freyja, ástargyðjan; stúlka. 2. (í þjóðtrú) hafgýgur, hafmey.

Maren.

Marey.

Marfló - ættkvíslir af 14-fættum krabbadýrum sem eiga heima í sjó og lifa á hræjum (Gummarus locusta).

Margrét.

María.

Maríanna.

Marína.

Maríuerla.

Maríutása - skýjahula sem talin er boða regn.

Markúsína.

Marsibil - kvk nafn, kemur m.a. fyrir í Fornaldarsögum. Skírnarnafn á Íslandi frá 17.öld. Uppruni óljós.

Marta - kvk nafn af hebreskum uppruna. 'Sú sem stjórnar eða drottnar'.

Martröð.

Matta.

Matthildur.

Málfríður - kvk nafn, af mál tal og fríður. Nafnið er líklegast þýskt að uppruna.

Málmfríður.

Málmey.

Mánadís.

Mánadrottning.

Mánadögg.

Mánafljóð.

Mánagyðja.

Mánalind.

Mánamjöll.

Mánanótt.

Mánaskeifa.

Mánastjarna.

Máney.

Márjatla - maríuerla.

Medalía.

Medúsa.

Meining.

Meinloka.

Meisa - síðari hluti í nöfnum fugla af meisuætt.

Mekka - pílagrímsborg í Arabíu.

Mekkja - sú sem gerir mökk.

Melanóra - jurt sem ber latneska heitið Minuartia rubella.

Melasól.

Melborg - hóll vaxinn melgresi, melhnubbur.

Melbrá.

Melbreið.

Melfluga.

Melkorka.

Mella.

Melódía.

Melóna - stórvaxið aldin af plöntu graskersættar (Cucumis melo).

Melrós.

Menglöð - eitt af heitum Freyju, ástargyðjunnar í norrænni goðafræði.

Menja - önnur af ambáttum Fróða konungs er mólu gull.

Menning.

Messa.

Metta.

Mettun.

Mey - mær, ung stúlka, jómfrú.

Meyja.

Meyla - ung stúlka, smámey.

Miðey.

Miðja.

Miðlun - 1. það að miðla eða úthluta. 2. sáttaumleitun. 3. störf miðlara. 4. jöfnun.

Milla.

Milljón.

Minning.

Mirra - sérstakt ilmefni út plöntusaf: reykelsi og mirra.

Miska - móska, dimma.

Miskunn.

Mist.

Mía.

Míla.

Mímósa - stofuplanta sem dregur saman blöðin þegar hún er snert; hreyf-mig-ei (Mimosa pudica).

Mínúta - 1. tímaeining; 60 sekúndur.

Mjaðveig.

Mjallhvít.

Mjóblesa.

Mjöll.

Moða - 1. sú sem étur aðeins það besta og skilur hitt eftir (einkum um heyát). 2. sú sem étur hratt.

Mokka - 1. mygla. 2. kaffitegund.

Mokkadís - nafnið er samsett úr Mokka sem er annað hvort kafftegund eða mygla, og Dís sem er gyðja eða yfirnáttúrulega kvenvera.

Mold.

Molda.

Moldblesa.

Moldroka.

Moldskjóna.

Moldsokka.

Moldstjarna.

Morgunbirta.

Morgundís.

Morgundögg.

Morgunfrú.

Morgunperla.

Morgunroða.

Morgunroðadís.

Morgunsaga.

Morgunsól.

Morgunstjarna.

Morgunstund.

Mosa.

Motta - 1. fótþurrka. 2. tóbaksmotta.

Móa.

Móadís.

Móanóra - jurt sem nefnist á latínu Minuartia stricta.

Móaska.

Móála.

Móblesa.

Móbrá.

Móbrún.

Módís.

Móða.

Móðheiður.

Móeiður - kvk nafn, líklega "móður + heiður", 'hugbjört'.

Móey.

Mógerður.

Mógrána.

Móhatta.

Móheiður - kvk nafn, líklega "móður + heiður", 'hugbjört'.

Mókolla.

Mólaug.

Móna.

Móna-Lísa.

Mónika.

Mónös.

Móra.

Mósa.

Móska - 1. rökkur. 2. mistur, móða. 3. blika, dökkt ský. 4. ryk, dust (oft í heyi).

Móskjóna.

Mósokka.

Mósta - 1. ryk, móða í lofti. 2. þungt þel, óvild til e-s.

Móstjarna.

Móvinda.

Mubla - húsgagn.

Mugga - 1. snjókoma í logni, dimmviðri, þoka. 2. drungi, deyfð.

Munda - kvk nafn. Stytting á nöfnum sem enda á -munda. t.d. Guðmunda.

Mungát - (heimabruggaður) áfengur drykkur.

Munúð.

Mura - 1. ættkvísl plantna af rósaætt (Potentilla). 2. jarðstönglar silfurmuru, áður notaðir til matar.

Murta - 1. lítill silungur (einkum bleikja). 2. smáögn; hnífkuti.

Muska.

Muskunótt.

Mussa.

Mús.

Múta.

Mygla.

Mylla - 1. mylna, kvörn. 2. e.k. tafl með 18 taflmönnum. 3. sérstakur (hóp)dans.

Mynd.

Myndlist.

Mynt.

Mynta.

Myrja - 1. smágert regn, úði. 2. smár silungur. 3. sú sem er viðkvæm. 4. sú sem er lítil og vesaldarleg.

Myrká.

Myrkriða.

Myrkva.

Myrta - sígrænn runni af myrtuætt (Myrtus communis).

Mysa - sýra, blanda, vökvi síaður úr skyri eða mjólk hleyptri til ostagerðar.

Mýkt.

Mýri.

Mýsla.

Mæða.

Mæja.

Mækja - milt dumbungsveður, molluveður.

Mæna.

Mær - 1. ung stúlka. 2. hrein mey.

Mæting.

Mögnun - það að gera eitthvað magnaðra, sterkara.

Möl - 1. smáir steinar, smátt lausagrjót. 2. mölin (í ákveðnum samböndum) þorp, kaupstaður.

Mölfluga - mölfiðrildi, smáfiðrildi sem lifir á ull og sveppum (Monopis rusticella).

Mön - 1. fax. 2. rák eftir baki hests. 3. óslegið gras milli ljáfara. 4. eyja í Írlandshafi (Ísle of Man).

Mönnun - 1. menning. 2. mannafli.

Mörk - 1. mælieining. 2. skógur. 3. víðavangur.


 

N

Naðra.

Nafna.

Nanna.

Nasa.

Natalía.

Nautn.

Náð.

Náðun.

Nál.

Náma.

Nánd.

Nánös.

Nátt.

Nátta.

Náttblá.

Náttdís.

Náttdröfn.

Náttdögg.

Náttey.

Náttfaradís.

Náttfilla.

Náttfreyja.

Náttfríður.

Náttgjóla.

Nátthúfa.

Náttkráka.

Náttkylja.

Náttrekja.

Náttrós.

Náttrún.

Náttsól.

Náttugla.

Náttúra.

Náttvör.

Neista.

Nellika.

Nenna.

Nepja.

Netla.

Nett.

Neyð.

Neysla.

Nikóla.

Nikólína.

Ninja.

Nist.

Nía.

Nína.

Nípa.

Njála.

Njóla.

Nótt.

Njörun.

Norma.

Norn.

Nóa.

Nóra.

Nót.

Nóta.

Nugga.

Nunna.

Núpa.

Nútíð.

Nýjung.

Nýpa.

Næða.

Næla.

Næpa.

Næturdís.

Næturdrottning.

Næturdögg.

Næturgyðja.

Næturrós.

Nætursól.

Nöf.

Nögl.

Nökkvadís.

Nönn.

Nöp.

Nös.


 

O

Obba.

Odda.

Oddbjörg.

Oddný.

Oddrún.

Oddvör.

Ofgnótt.

Ofsadís.

Ofurdís.

Oktavía.

Olga.

Olla.

Opna.

Orða.

Orgía.

Orka.

Orkudís.

Orna.

Orný.

Orra.

Orradís.

Orrahríð.

Orsök.

Orusta.

Ostra.

Otra.


Ó

Ófeig.

Ófelía.

Ófríð.

Ógát.

Ógn.

Óhemja.

Ól.

Óla.

Óladís.

Ólafía.

Ólga.

Ólivía.

Ólöf.

Óma.

Ómaría.

Ópera.

Óperetta.

Óra.

Óradís.

Óratoría.

Óregla.

Óreiða.

Óró.

Órækt.

Ósa.

Ósk.

Óskadís.

Óskamey.

Óskasól.

Óskastjarna.

Óskastund.

Óskhyggja.

Óskírð.

Óstjórn.

Ósvör.

Ósýn.

Ótta.

Óvild.

Óvissa.

Óvera.

Óvon.

Óvör.

Óþreyja.

Óþökk.

Óöld.


P

Padda.

Palla.

Panda.

Pandóra.

Pandra.

Panna.

Papey.

Passía.

Patróna.

Páka.

Pála.

Pálma.

Páley.

Pálína.

Pálrún.

Pása.

Páskadís.

Páskalilja.

Páskasól.

Páskastjarna.

Pempía.

Pen.

Penta.

Pera.

Perla.

Persóna.

Perta.

Petra.

Petrína.

Peysa.

Pétursey.

Pilla.

Pía.

Pífa.

Pína.

Píla.

Pípa.

Pjatla.

Pjása.

Planta.

Plata.

Platína.

Plága.

Pláneta.

Plóma.

Ponta.

Pólstjarna.

Predikun.

Premía.

Pressa.

Prestsfrú.

Pretta.

Prinsessa.

Príma.

Prímadonna.

Prúð.

Prjála.

Prufa.

Prýði.

Pukra.

Pumpa.

Purka.

Púdda.

Púma.

Púta.

Pyngja.

Pysja.

Pyttla.

Pæja.

Pæling.

R

Rabba.

Raforka.

Ragga.

Ragna.

Ragnheiður.

Ragnhildur.

Rakel.

Raketta.

Randa.

Randafluga.

Randalín.

Randý.

Ranga.

Rangá.

Ranka.

Rauð.

Rauðblesa.

Rauðbrá.

Rauðbrók.

Rauðey.

Rauðfaxa.

Rauðgrána.

Rauðhatta.

Rauðhetta.

Rauðka.

Rauðkolla.

Rauðnös.

Rauðperla.

Rauðrófa.

Rauðsíða.

Rauðskinna.

Rauðskíma.

Rauðskotta.

Rauðsokka.

Rauðspretta.

Rauðstjarna.

Rauðtoppa.

Raun.

Rausa.

Rausn.

Raust.

Rá.

Ráðgáta.

Ráðhildur.

Ráðning.

Ráðrík.

Rák.

Rán.

Rápa.

Rás.

Ráshildur.

Rebekka.

Refsing.

Refskák.

Reginleif.

Regína.

Regla.

Reginstjarna.

Reim.

Rein.

Reisa.

Reising.

Reisn.

Reist.

Reikistjarna.

Rekkja.

Rella.

Remba.

Remma.

Rengla.

Renna.

Renta.

Rest.

Reykdís.

Reynd.

Rifa.

Rigning.

Rikka.

Rimma.

Rind.

Ringulreið.

Risna.

Rispa.

Rist.

Rita.

Ritning.

Ríkey.

Ríla.

Ríma.

Rín.

Rína.

Ríta.

Rjátla.

Rjóð.

Rjúpa.

Roðadís.

Roka.

Romsa.

Ronja.

Rotta.

Ró.

Róberta.

Róða.

Rófa.

Róla.

Rós.

Rósalind.

Rósalinda.

Rósalín.

Rósamunda.

Rósanna.

Rósetta.

Rósfríð.

Rósfríður.

Róshildur.

Rósíta.

Róslín.

Rósta.

Rót.

Róta.

Rulla.

Rut.

Rúbla.

Rúða.

Rúlla.

Rúm.

Rúmba.

Rún.

Rúna.

Rúning.

Rúsína.

Rúst.

Rysja.

Rýgur.

Ræða.

Ræja.

Rækja.

Rækt.

Ræma.

Ræn.

Ræna - skynsemi, meðvitund.

Ræsa.

Rögg.

Rögn.

Rödd.

Rökkurdís.

Rökkva.

Rökkvadís.

Röksemd.

Rönd.

Röng.

Rösk.

Röskva.

Röst.


S

Sabína.

Saga.

Sala.

Salbjörg.

Salfríður.

Salgerður.

Salína.

Salka.

Salný.

Salóme.

Salvör.

Samba.

Sameign.

Sameind.

Samtíð.

Samúð.

Sandalda.

Sandey.

Sandra.

Sandrós.

Sanna.

Sara.

Sál.

Sárabót.

Sáta.

Sátt.

Sefja.

Seigla.

Seiling.

Sek.

Sekt.

Sekúnda.

Seley.

Selína.

Selja.

Selma.

Sena.

Sending.

Senna.

Sería.

Sesselja.

Seta.

Setning.

Seyla.

Siðbót.

Sif.

Sigð.

Sigfríð.

Sigfríður.

Sigga.

Signý.

Sigríður.

Sigrún.

Sigurborg.

Sigurdís.

Sigurey.

Sigurlaug.

Sigurlín.

Sigurlína.

Sigurósk.

Sigurrós.

Sigursnót.

Sigurstjarna.

Sigurveig.

Sigurvon.

Sigyn.

Sigþóra.

Silfá.

Silfra.

Silfurblesa.

Silfurbrá.

Silfurdís.

Silfurdögg.

Silfurey.

Silfurfaxa.

Silfurkolla.

Silfurlind.

Silfurmey.

Silfurnótt.

Silfurskotta.

Silfursól.

Silfurstjarna.

Silfurtá.

Silfurstjarna.

Silfurtoppa.

Silja.

Silkisif.

Silkja.

Silla.

Silva.

Silvía.

Sin.

Sindra.

Sindrún.

Sinfónía.

Sirrý.

Sía.

Síða.

Síla.

Sína.

Sívör.

Sjaldséð.

Sjöfn.

Sjálfsbjörg.

Sjón.

Sjöfn.

Sjöstjarna - blóm sem nefnist á latínu Trientalis europaea.

Sjöund.

Skarða.

Skarðadís.

Skata.

Skák.

Skál.

Skáldarós.

Skáldsaga.

Skáley.

Skálm.

Skálmöld.

Skán.

Skáney.

Skeggja.

Skegla.

Skeið.

Skeifa.

Skeina.

Skekkja.

Skel.

Skelfing.

Skella.

Skemmtun.

Skerjála.

Skerpa.

Skerpla.

Skessa.

Skikkja.

Skinfaxa.

Skipting.

Skipun.

Skissa.

Skífa.

Skíma.

Skírn.

Skjalda.

Skjaldborg.

Skjaldbreið.

Skjalla.

Skjanna.

Skjóða.

Skjóla.

Skjóna.

Skjön.

Skoðun.

Skolla.

Skondra.

Skonsa.

Skoppa.

Skotra.

Skorða.

Skorpa.

Skotra.

Skotta.

Skotthúfa.

Skóbót.

Skógardís.

Skógey.

Skrauta.

Skrautfjöður.

Skrá.

Skráma.

Skráning.

Skrápa.

Skriða.

Skríma.

Skrína.

Skrítla.

Skrofa.

Skrudda.

Skrugga.

Skrukka.

Skrúða.

Skrúfa.

Skrúfstjarna.

Skrydda.

Skræpa.

Skugga.

Skuggabjörg.

Skuggadís.

Skuggalísa.

Skuggsjá.

Skuggsýn.

Skuld.

Skurn.

Skutla.

Skúfa.

Skúffa.

Skúta.

Skvetta.

Skvísa.

Skvompa.

Skyggna.

Skylda.

Skynding.

Skyssa.

Skytta.

Skýfaxa.

Skýjaborg.

Skýjadís.

Skýjaför.

Skýla.

Skærbrá.

Skömm.

Skör.

Skörp.

Slanga.

Slaufa.

Slá.

Sleggja.

Sleif.

Sleikja.

Sleipnisblesa.

Sleipnisdís.

Sleita.

Slemma.

Sletta.

Slóð.

Slydda.

Slyng.

Slysni.

Slæða.

Slöpp.

Smá.

Smáblesa.

Smáey.

Smáfríð.

Smáfríður.

Smáfríður.

Smáhildur.

Smáka.

Smákolla.

Smára.

Smáradís.

Smáralind.

Smásaga.

Smástjarna.

Smella.

Smiðja.

Smilla.

Smuga.

Snara.

Snarför.

Snegla.

Sneið.

Snekkja.

Snerra.

Snerting.

Snilld.

Snjáka.

Snót.

Snædís.

Snæfríður.

Snæja.

Snækolla.

Snælda.

Snælilja.

Snælína.

Snæra.

Snærós.

Snærún.

Snögg.

Snör - kona sonar, tengdadóttir; kona (almennt).

Snörp.

Snörun.

Snös - 1. klettanef, nöf, þröm. 2. snörp, grastottar. 3. lítil lykkja. 4. ögn, lítið af e-u.

Soffía.

Sokka.

Solla.

Sollý.

Sonja.

Sonnetta.

Sorg.

Sorta.

Sókn.

Sól.

Sóla.

Sólbjört.

Sólborg.

Sólbrá.

Sólbráð.

Sólbrún.

Sóldís.

Sóldögg.

Sóley.

Sólfaxa.

Sólhildur.

Sólkatla.

Sóllilja.

Sólmóða.

Sólmyrkva.

Sólný.

Sólrós.

Sólrún.

Sólskríkja.

Sólstjarna.

Sólvá.

Sólveig.

Sóma.

Sómadís.

Sómalía.

Sónata.

Sóta.

Sótstjarna.

Sótsvört.

Spaðadrottning.

Sparta.

Spá.

Spádís.

Spákona.

Spássía.

Spáta.

Speglun.

Speki.

Spekt.

Spelka.

Spenna.

Sperra.

Spes.

Spesía.

Spilda.

Spilling.

Spíra.

Spíta.

Spjör.

Spóalöpp.

Spóla.

Spraka.

Sprauta.

Sprák.

Sprella.

Sprenging.

Sprengja.

Spretta.

Sprund.

Sprunga.

Spræk.

Spurn.

Spurning.

Spyrna.

Spýta.

Spæta.

Spök.

Spöng.

Spönn.

Staðreynd.

Staka.

Stalla.

Staura.

Stálfjöður.

Stássa.

Stebba.

Stefanía.

Stefna.

Steik.

Steina.

Steinbjört.

Steinborg.

Steinbrá.

Steindís.

Steinfluga.

Steinfríður.

Steingerður.

Steinka.

Steinunn.

Steinvör.

Stella.

Stelpa.

Stemma.

Stemming.

Steypa.

Stika.

Stikla.

Stilla.

Stilling.

Stía.

Stína.

Stjarna.

Stjarney.

Steindepla - er jurt sem nefnist á latínu Veronica fruticans.

Stjórn.

Stjörnubirta.

Stjörnudís.

Stjörnuglóð.

Stjörnulilja.

Stjörnunótt.

Stjörnunös.

Stjörnusól.

Stjörnuspá.

Stjörnuspeki.

Stjörnuspekt.

Stjörnuþoka.

Stoð.

Stolt.

Stikla.

Stórfríður.

Stórstjarna.

Straumey.

Straumnös.

Straumönd.

Straumþekja.

Straumþruma.

Straumþung.

Straumþyngd.

Strumpa.

Strympa.

Strýta.

Stuld.

Stund.

Stunga.

Stúdína.

Stúfa - 1) Jurt sem á latínu nefnist Succisa pratensis. 2) Getur vísað til þess að vera lítill; dregið af "Stúfur".

Stúka.

Stúlka.

Stússa.

Stygg.

Styggð.

Styrgerður.

Styrja.

Styrjöld.

Styrk.

Sunna.

Súla.

Svala.

Sveðja.

Sveifla.

Sveina.

Sveinbjörg.

Sveinbjört.

Svenný.

Svipa.

Svörun.

Sylgja.

Sylvía.

Sylvör.

Synd.

Syrja.

Syrpa.

Syrtla.

Systa.

Systir.

Sytra.

Sýn.

Sýning.

Sýra.

Sýsla.

Sæbjörg.

Sæborg.

Sædís.

Sæfaxa.

Sæfríður.

Sæglóð.

Sægola.

Sæhvönn - jurt sem á latínu nefnist Ligusticum scoticum.

Sækatla.

Sæla.

Sæld.

Sæludís.

Sæmd.

Sæmunda.

Sæmundína.

Særós.

Særún.

Sæt.

Sæta.

Sæunn.

Sævör.

Sæþóra.

Sæþruma.

Söðulkolla.

Sögn.

Sögugyðja.

Sögustund.

Sök.

Sölva.

Sölvör.

Sönnun.


T

Taktík.

Tala.

Talenta.

Talía.

Talva.

Tanja.

Tara.

Taska.

Taug.

Tá.

Táta.

Teikning.

Teista.

Tekja.

Tekla.

Telma.

Telpa.

Tendra.

Tepra.

Teresa.

Terna.

Terra.

Teygja.

Tifa.

Tign.

Tildra.

Tilfinning.

Tillaga.

Tilraun.

Tiltrú.

Tilvera.

Tilviljun.

Tinda.

Tindra.

Tinna.

Tipla.

Tía.

Tíbrá.

Tíð.

Tígla.

Tína.

Tíska.

Títa.

Títanía.

Títla.

Tíund.

Tjalda.

Tjara.

Tjálga.

Tjáning.

Tjása.

Tobba.

Todda.

Togga.

Tomma.

Toppa.

Torfa.

Torfhildur.

Tó.

Tóa.

Tófa.

Tóft.

Tómstund.

Tónlist.

Tóta.

Trana.

Trappa.

Trausta.

Tregða.

Treyja.

Trilla.

Trimma.

Trissa.

Trína.

Trítla.

Trjóna.

Tromma.

Trommla.

Tróða.

Trója.

Truflun.

Trumba.

Trunta.

Truntusól.

Trú.

Trygg.

Tryggð.

Trygging.

Trylla.

Trylling.

Tröð.

Trölla.

Tröllskessa.

Tuðra.

Tugga.

Tukt.

Tundra.

Tunga.

Tunna.

Túba.

Túrbína.

Tuska.

Tvenna.

Tvennd - e-ð tvennt, samstæða tveggja fyrirbæra.

Tvenning - e-ð tvennt, samstæða tveggja fyrirbæra.

Tvinna.

Tvista.

Tvíblesa.

Tvíbrá.

Tvífaxa.

Tvíkjóla.

Tvíræð.

Tvíserkja.

Tvístjarna.

Tvísýn.

Tylft.

Tyrkjasól.

Tyrta.

Týja.

Týpa.

Týra.

Tæfa.

Tæling.

Tæsa.

Tæta.

Tætla.

Töf.

Töfradís.

Töfrun.

Tögg.

Tölva.

Töng.

Tönn.

Törn.


U

Ugla.

Umbun.

Una.

Undirstaða.

Undrun.

Undræna.

Ungfrú.

Unna.

Unnur.

Unndís.

Unnusta.

Unun.

Uppbót.

Uppfylling.

Upplyfting.

Uppreisn.

Upprisa.

Uppskrift.

Urð.

Urður - örlagagyðja, ein af þremur helstu skapanornunum í norrænni goðafræði, táknar fortíðina.

Urt.

Urta.


Ú

Úlfbjört.

Úlfey.

Úlfhildur.

Úlfskjóna.

Úlfynja.

Úlla.

Úlpa.

Úrsúla.

Úrvinda.

Útópía.

Útey.

Útrás.

Útsýn.


V

Vaðalda.

Vafadís.

Vagga.

Vagla.

Vaka.

Vakning.

Vakra.

Vala.

Valborg.

Valbrá.

Valdís.

Valfreyja.

Valgerður.

Valgrá.

Valhöll.

Valka.

Valkyrja.

Valla.

Valný.

Valrós.

Valva.

Vanadís.

Vanga.

Vangá.

Varma.

Varmá.

Varpa.

Varða.

Varsjá.

Varta.

Vatna.

Vatnadís.

Vatnalilja.

Vá.

Vegsemd.

Veifa.

Veig.

Veiga.

Veira.

Veisa.

Veisla.

Vekurð.

Velsæld.

Velta.

Vending.

Venja.

Venus.

Vepja.

Vera.

Verðandi.

Vernd.

Veróna.

Veröld.

Vespa.

Vesta.

Vesturmær.

Vetrarnótt.

Védís.

Véfrétt.

Vélaug.

Viðbót.

Viðey.

Viðja.

Viðun.

Vifta.

Vigdís.

Vigga.

Vika.

Viktoría.

Vilborg.

Vild.

Vildís.

Vilgerður.

Vilhelmína.

Viljadís.

Villa.

Villimey.

Villimósa.

Villirós.

Villta.

Vilma.

Vina.

Vinátta.

Vinda.

Vindblesa.

Vindhetta.

Vindhviða.

Vinding.

Vindmilla.

Vindnasa.

Vindnös.

Vindrós.

Vindskjóna.

Vindsvöl.

Vinkona.

Vinna.

Vinsemd.

Vinsæld.

Virðing.

Virginía.

Virkjun.

Viska.

Visna.

Vissa.

Vist.

Vitjun.

Vitleysa.

Vitra.

Vitund.

Vía.

Víðátta.

Víf.

Vík.

Víma.

Víóla.

Vísa.

Voð.

Vofa.

Vog.

Vogun.

Von.

Vonardís.

Vonarglóð.

Vonarglæta.

Vonin.

Vorbleik.

Vorblíða.

Vorbrá.

Vordís.

Vordögg.

Vorfluga.

Vorfórn.

Vorgjöf.

Vorgola.

Vorgyðja.

Vorhvöt.

Vormjöll.

Vornótt.

Vorperla - blómplanta sem nefnist á latnesku Erophila verna.

Vorrós.

Vorsól.

Vorstjarna.

Vortíð.

Vortíra.

Vægð.

Væn.

Væna.

Vængja.

Vængskjóna.

Vænting.

Værð.

Væta.

Vök.

Vökunótt.

Vökvun.

Völudepla - planta sem nefnist á latínu Veronica Chamaedrys.

Völuspá.

Völva.

Vömb.

Vör.

Vörn.

Vösk.


Y

Ydda.

Ylbrá.

Yldís.

Ylfa.

Ylgja.

Ylja.

Ylrún.

Ylva.

Ynja.

Yrja.

Yrkja.

Yrma.

Yrmla.

Yrpa.

Yrsa.

Ysja.

Yssa.

Ysta.


Ý

Ýla.

Ýlfa - úlfynja.

Ýma.

Ýr.

Ýra.

Ýring.

Ýsa.Þ

Þaka.

Þalía.

Þankadís.

Þága.

Þátíð.

Þáþrá.

Þeba.

Þeista.

Þekja.

Þekking.

Þekkla.

Þela.

Þenja.

Þerna.

Þerney.

Þeta.

Þeysa.

Þiðna.

Þilja.

Þind.

Þingey.

Þíða.

Þjál.

Þjóð.

Þjóðhátíð.

Þjóðhildur.

Þjóðsaga.

Þjóðunn.

Þjóðvör.

Þjóðvörn.

Þjósta.

Þjótta.

Þjöl.

Þoka.

Þokka.

Þokkabót.

Þokkadís.

Þokkarós.

Þokudís.

Þokurós.

Þolrún.

Þorgerður.

Þorkatla.

Þorramjöll.

Þorvör.

Þota.

Þotudís.

Þófta.

Þóknun.

Þóra.

Þórdís.

Þórey.

Þórgunnur.

Þórhildur.

Þórkatla.

Þórný.

Þórsmörk.

Þórunn.

Þótta.

Þrasa.

Þraut.

Þrautseigja.

Þrá.

Þráðadís.

Þráhyggja.

Þrenna.

Þrenning.

Þreyja.

Þreyta.

Þrift.

Þrista.

Þrístjarna.

Þrívídd.

Þrjóska.

Þró.

Þróun.

Þruma.

Þrusa.

Þruska.

Þrúða.

Þrúður.

Þrúga.

Þræsa.

Þræsing.

Þröm.

Þula.

Þumalína.

Þura.

Þúfa.

Þústa.

Þúsöld.

Þvaga.

Þvara.

Þvermóðska.

Þvæla.

Þykkja.

Þylja.

Þyrí.

Þyrla.

Þyrnirós.

Þýða.

Þægð.

Þögn.

Þökk.

Þöll.

Þömb.

Þön.

Þörf.


Æ

Æð.

Æðey.

Æra.

Æsa.

Æsing.

Æska.

Æskurós.

Ætlun.

Ætt.

Ævi.


Ö

Öfga.

Ömmustelpa.

Öfund.

Öggva.

Ögn.

Ögrun.

Ökkla.

Öld.

Öldís.

Ölgerður.

Öln.

Ölna.

Ölrún.

Ölveig.

Ölvun.

Önd.

Önn.

Ör.

Örbrún.

Örbylgja.

Örð.

Örk.

Örva.

Örvera.

Örvun.

Örvænting.

Örvör.

Ös.

Ösp.

Öskjuhlíð.

Öskubuska.

Ötul.

Öxl.

Öxney.

Með því að smella hér má skoða hestanöfn.